Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1902, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.04.1902, Blaðsíða 2
I skugg-a hins almáttuga. Eftir séra Rúnólf Marteinsson. Hver sem býr undir varSveizlu hins ceffsta, sá hvílir óhult í skugga hins almáttuga.—Sálm. 91, 1. Hvernig á maör að skilja þessa grein ? Með hverju móti getr maðr fengið mest út úr henni, haft mest gagn af henni ? Á maðr að tœta hana sundr, orð fyrir orð, til þess að sýna málfroeðislegan lærdóm sinn? Á maðr að hanga í orðum og formum til þess að sýna sitt eigiS hugvit ? Á maðr ekki heldr að gjöra sér sem ljósast, hvað höfundrinn átti við með þessum orðum ? Ætti það ekki að vera ætlunarverk vort, að finna kjarnann í hagsaninni ? Það er margt í biblíunni, sem ekki verðr skilið nema maðr þekki þjóðina, sem hana leiddi fram, Gyðingaþjóðina, ekki einungis að því er snertir sögu, heldur einnig, meðal ann- ars, landslag það, sem þjóðin þekkti. Til þess að skilja einn höfund til hlítar þarf maðr helzt að geta hugsað eins og hann; en það getr maðr ekki til fulls nema maðr þekki hinar ytri á- stœður, sem hafa haft áhrif á hugsan hans. En hvað þýða þessi orð sálmaskáldsins ? Það er varpað nýju ljósi yfir þau, þegar maðr athugar eitt einkenni landslags þess, sem Gyðingarnir þekktu. Það er eyðimörkin. I suðr og austr frá Gyðingalandi liggja stór- kostlegar eyðimerkr. Hugsið yðr, kæru lesendr, mann á ferð í gegn um eyði- mörkina. Svo langt sem augað eygir er eintóm auðn. Sums- staðar er ægisandr, sem liggr í bylgjum eins og hafið. Þegar vindrinn blæs, þyrlast sandrinn í loft upp og lemr ferðamann- inn í framan verr en nokkur snjóhríð. Sumsstaðar eru berir, gnæfandi klettar, hrikaleg björg og gapandigjár. Sums- staðar eru smásteinar með hvassar raðir, sem skera skó og fœtr ferðamannsins—, svo blóð hans drýpr í sporin. Hitinn er steikjandi, þorstinn kyeljandi, vatnið þrotið. Sandbarinn, þreyttr, blóðugr, þyrstr nærri til dauðans þráir ferðamaðrinn ,,einn dropa af vatni til að kœla tungu sína“. Hann þráir að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.