Sameiningin - 01.04.1902, Blaðsíða 15
3i
sama sniöi og áör hefir verið í ,,Aldamótum“- Þar eru rít-
dómar kveönir upp yfir 23 nýjum bókum og ritum íslenzkum.
Fyrirlestrinn um ,,bókstafinn og andann“ er afar langr, enda
sleppti höfundrinn nokkru úr því erindi, er hann flutti það á
kirkjuþinginu. Séra Friörik segir sjálfr (á bls. 148), aö þessi
ritgjörð sín taki við þar sem ritgjörð séra Jóns Helgasonar um
tilorðning gamla testamentisins í Tímariti Bókmenntafélagsins
hættir. Skoðan þeirra á gamla testamentinu fer í sömu átt-
ina. Þó tekr séra Friðrik það fram í þessum fyrirlestri, að
langt sé frá því, að rannsóknirnar á þeim bókum ritningar-
innar, sem hér er um að rœða, sé enn til lykta leiddar, og
miklar líkur sé til, að ýmislegt breytist og þokist aftr nær
hinu gamla (bls. 91). Líka telr hann það fremr ills vita en
góðs, að ,,á íslandi hefir eiginlega engin einasta rödd látið til
sín heyra til að andmæla hinum nýju skoðunum síðan farið
var að halda þeim svo eindregið fram“ (bls. 74). Séra Lárus
Halldórsson hefir nú reyndar í blaði sínu ,,Fríkirkjunni“
sterklega og marg-oft mótmælt ,,kritíkinni“, eins hr. Östlund
aðventista-trúboði í ,,Frœkornum“. Og því hefði ekki átt
að gleyma, þó að hvorugr þeirra heyri íslenzku þjóðkirkjunni
til. Hitt er víst, að allt fólk í þjóðkirkjunni hefir steinþagað
við nýmælunum. Séra Friðrik gizkar á, að helmingr þeirra
manna, sem fengið hafa guðfrœðilega menntan, sé fylgjandi
hinum nýju skoðunum, en ,,hinn helmingrinn“—segir hann—
,,hefir kristna alþýðu að lang-mestu leyti á sínu bandi býsna
eindregið“ (bls. 73). ,,Lengra en þetta eru menn nú enn
þá ekki komnir þar jafnvel sem lengst er búið að rœða málið“
o. s. frv. Enda leikr auðheyrt nokkur vafi á því í huga
hans, hvort þessar nýju skoðanir, sem hann þó helzt er
hlynntr, muni ,,eiga því happi að hrósa að bera sigr úr býtum
á endanum“ (bls. 71).
Ritdómar séra Friðriks eru að vanda skemmtilegir, og
sumir einkar rœkilegir.
Prentunar-frágangrinn á þessum síðustu ,,Aldamótum“
or mjög prýðilegr. Verðið er eins og áðr að eins 50 cts.
Agóði af sölu ritsins rennr í skólasjóð kirkjufélagsins eins og
flestum mun kunnugt.
,,Skóla-ljóð“ heitir kvæðasafn nokkurt, sem síðastliðið
haust kom út í Reykjavík á kostnað Sigfúsar Eymundssonar,
en búið undir prentan af séra Þórhalli Bjarnarsyni, lektor.
Pað eru úrvalsljóð eftir íslenzk skáld 22 aö tölu, öll nema eitt