Sameiningin - 01.04.1902, Blaðsíða 7
23
safnaöarlegu tilliti á því svæði — viS Fljótiö hiö neðra — geti
ómögulega oröið kirkjulífinu til eflingar. Búizt var viö, aö
flokkarnir heföi síöar og áðr en langt um liði annan samtals-
fund til þess aö reyna aö jafna ágreiningsmál sitt og ná kirkju-
legri samvinnu, sem og sannarlega er brýn lífsnauösyn fyrir
almenning á því svæöi.
Eftir hinn umgetna samrœöufund, sem ekki var úti fyrr
en nokkru eftir aö dimmt var orðið, gistum viö séra Rúnólfr
aö Ósi hjá hr. Lárusi Björnssyni um nóttina í bezta yfirlæti.
En er viö vöknuðum næsta morgun, var nálega glórulaus
blindbylr skollinn á. Snjókyngið, sem hlóö niör, var fjarska-
mikið, stormrinn bálhvass og frostið hart. Út í þessa iðu
lögðum við séra Rúnólfr þó og héldum suör eftir skógarbraut-
inni þar til við komum að Kirkjubœ örskammt norðr frá
Hnausum til hr. Baldvins Jónssonar, kirkjuþingsmanns frá í
fyrra. Þá komumst við ekki lengra fyrir ófœrð og harðviðri.
Hvíldumst við svo þar allt til mánudags. Þá var veðrinu loks
tekið að slota. Þó fórum við þann dag að eins að Hnausum
og sátum þar hjá hr. Birni Skaftason allt til fimmtudags-
morguns. Um gestrisnina á þessum stöðum þarf ekki að
tala. Hún var margreynd áðr. A miðvikudag kom séra
Steingrímr heill á hófi úr eynni. En útför konunnar þar
haföi dregizt til þriðjudags. Til allrar hamingju var troðin
slóð eftir endilöngu Nýja íslandi áðr en við séra Steingrímr
lögðum á stað með séra Rúnólfi suðr frá Hnausum og milt og
gott veðr komið, svo akferðin þaðan og að Gimli gekk slysa-
laust og hindrunarlítið. A Mœri, 3 mílur fyrir norðan Gimli,
skildum við utanbyggðarmennirnir við séra Rúnólf á heimili
hans. Um nóttina á Gimli vorum við hjá hr. Stefáni Jones,
þar sem við einnig höfðum gist á norðrleiðinni, og nutum að
nýju alls hins bezta. Næsta dag komumst við alla leið til
Selkirk. Þá bráðnaði snjórinn óðum og hœg rigning kom, er
á leið daginn. Mjög þungfœrt var œkið þangað til kom upp
á ísinn á Rauðá. Og eg var sárþreyttr, er eg háttaði um
kvöldið í húsi séra Steingríms. Á laugardagsmorgun kom eg
heim með járnbrautinni frá Selkirk.
Þetta er í fyrsta siun, sem trúarsamtalsfundir hafa haldnir