Sameiningin - 01.04.1902, Blaðsíða 13
eöa hina guðhræddu Gyðinga í eldofninum, og oss er eins
fyrir það óhætt að treysta hluttekning hans í raunum vorum
og umhyggju hans fyrir lífi voru. ‘ ‘
Þessu, sem nú var tilfœrt úr ,,Independent“, svarar
,,Lutheran“ þannig:
Vera má, að ritstjóri blaðsins ,,Independent“ og ýmsir
aðrir, sem aðhyllast nýju skoðanina á biblíunni, geti án þess
að bifast haldið sér í guð þrátt fyrir það, þótt þeir hafi sann-
fœrzt um, að margt finnist í bók þeirri, er Kristr og postular
hans ávallt könnuðust við sem heilaga ritning, af guði inn-
blásna og óbrigðula reglu fyrir trú manna og lífi, sem ekki sé
annað en guðrœkilegar þjóðsagnir. En hitt er víst, að fyrir
lang-flestum mönnum, sem á annað borð láta af því verða að
tileinka sér þessa ,,frjálslyndu“ skoðan á ritningunni, fer
svo, að þeir geta ekki haldið kristinni trú fastri, hversu mik-
illi orku sem þeir beita til þess að missa ekki trúna á guð.
Auðsætt er það, að drottinn vor Jesús Kristr trúði sög-
unni um Jónas spámann og talaði um hana sem teikn greftr-
unar sinnar og upprisu (sjá Matt. 12, 39—40). Og vér höf-
um gilda ástœðu til að ætla, að hann hafi litið á söguna um
,,hina guðhræddu Gyðinga í eldofninum“ sem bókstaflega
sanna. En samkvæmt nýju guðfrœðisskoðaninni á hann ann-
aðhvort ekki að hafa haft neitt vit á því, hvað í slíkum efn-
um var satt og ósatt, eins og allir samtíðarmenn hans meðal
Gyðinga, ellegar, hafi hann vitað betr, lagað sig algjörlega
eftir hjátrú þeirra og hleypidómum og notað hinar guðrœki-
legu þjóðsagnir í hinum mikilsmetnu helgiritum þeirra til
þess að kenna mönnum háleit siðferðisleg og andleg sannindi.
En með því að tileinka sér slíkar skoðanir á Kristi og bók
bókanna hafa menn kippt burt sjálfum grundvelli hinnar
kristnu trúar sinnar.
Ritstjórinn getr svo lengi sem honum þóknazt sagt:
!>Andi og tilgangr kristindómsins er algjörlega óháðr þessum
mismunandi trúarskoðunum, því að hann liggr miklu dýpra
en froðumál hinna kirkjuiegu trúarjátninga. “ En saga kirkj-
unnar og teikn tímanna mótmæla þessu. Það er hœgðarleikr
fyrir hann að koma með önnur eins orð og þessi: ,,Það eitt