Sameiningin - 01.04.1902, Blaðsíða 9
25
„TakiS frá handa mér Barnabas og Sál til þess verks, er eg
hefi þeim ætlaö. “ Heilagr andi talar enn til safnaöanna og
býör þeim að ,,taka frá“ handa sér efnilegustu ungmennin til
að vinna það verk, er hann ætlar þeim, gjörast trúboöar og
prédikarar. Hlusta söfnuðirnir á bœnafundum sínum og sam-
komum á þessa rödd heilags anda ? Eða finnast þeir hvergi í
söfnuðum vorum, Barnabas og Sál ? Jú, ungmennin eru til,
en söfnuðirnir leita ekki að þeim. Mörg ófundin prestsefni
eru vafalaust í sunnudagsskólum vorum og bandalögum.
Prestrinn og sunnudagsskólakennararnir eiga að reyna að
finna þau. Það á að vera sameiginleg brennandi þrá alls
safnaðarins að fá unga menn innan safnaðarins til að búa sig
undir að verða trúboðar. Að sjálfsögðu þarf söfnuðrinn þá
að bera hina mestu virðing fyrir prédikara-embættinu og sýna
það í hvívetna. Þá fer eigi hjá því, að góðir og guðelskandi
unglingar verða fúsir að láta velja sig til þess embættis.
Mikið gæti líka hver söfnuðr gjört máli þessu til hjálpar með
því að hvetja gáfaða unglinga til skólagöngu og, ef á þyrfti að
halda, styrkja þá til náms. Væri slík ungmenni send til
náms í skóla vorrar eigin kirkju, væri ekki ólíklegt, að margir
þeirra hneigðist þar að kennimanns-embættinu, enda þótt
þeir alls ekki væri í því ákveðnir, þegar þeir fyrst kœmi í
í skólann. í þessum lútersku skólum yrði þeir vaktir fyrir
þann trúboðs-anda, sem þar ríkir.
Og svo eru það líka og umfram allt kristnu foreldrarnir
vor á meðal, sem þurfa í þessum skilningi að vakna. Hvað
ætti fremr að geta glatt hjarta kristins foreldris en það, að
guð virti son þess maklegan þeirrar náðar að verða þjónn
Krists og sendiboði ? Hví líkjast vorar kristnu mœðr nú ekki
lengr þeini Önnu,móður Samúels, Elízabet,móður Jóhannesar
skírara, og Evníku, móður Tímóteusar,sem helguðu guði börn-
in sín frá fœðing þeirra ? Sumir foreldrar mega ekki heyra það,
að sonr þeirra gjörist Krists þjónn.prestr. Fyrir sumum þeirra
vakir það, að staðan er álitin of örðug, of þung. En fyrir
sumum foreldrum vakir aftr syndsamleg eigingirni ; álíta, að
sonrinn geti náð glæsilegri og betr launaðri stöðu. Hvílík
synd ! Hugsið, kristnu foreldrar,um guð föður,sem svo elskaði