Sameiningin - 01.04.1902, Blaðsíða 4
2ó
Þannig býör Jesús öllum mönnum að leiSa þá úr eyði-
mörkinni og yfir í lundinn síns himneska föður. Sá, sem
ekki þiggr boðið, verðr kyrr í eyðimörkinni. En hver sem
flýr í lundinn, getr stöðugt svalað sér á lífsins vatni, endr-
nœrzt af ávöxtum guðs orðs, í öllu sínu mótlæti fengið hugg-
un, og jafnvel mitt í sínu erviði hvílzt í skugga guðs náðar, er
ver hann fyrir þeim öflum, sem vilja gjöra sál hans að eyði-
mörk. Að flýja til guðs frá syndum sínum er ætíð eins og að
flýja úr eyðimörk í hinn inndælasta lund. Sá, sem velr sér
stöð hjá guði, er eins og sá, sem dvelr í skugga trés. Þetta
er þýðing orðanna, sem vér byrjuðum með og nú endum með:
,,Hver, sem býr undir varðveizlu hins œðsta, sá hvílir
óhult í skugga hins almáttuga. “
Nýja íslands-ferð.
Síðan skömmu eftir ársþing kirkjufélagsins hið síðasta,
það er haldið var á Gimli, hefir við því verið búizt, að kirkj-
an í Mikley yrði vígð í Marzmánuði þetta ár. Um sama leyti
virtist þá einnig hentugt að hafa nokkra trúarsamtalsfundi í
Nýja íslandi. Og stóð jafnvel til, að einn slíkr fundr yrði
haldinn í hverjum söfnuði þar. En er fœrðist þeim tíma
nærri, var sýnt, að eigi myndi unnt að hafa nema fáa fundi,
helzt sökum þess, hvernig á stóð fyrir prestunum, sem heima
eiga í Nýja Islandi. Séra Oddr V. Gíslason gat ekki verið
heima í þeim mánuði, og séra Rúnólfr Marteinsson var tals-
vert bilaðr á heilsunni, svo að ekki virtist á það hættanda að
framfylgja hinni upphaflegu fundahalds-hugsan. Niðrstaðan
var sú, að auglýsing var látin út ganga um trúarsamtalsfundi
að eins á tveim stöðum í Nýja Islandi—-á Gimli og að Hnaus-
um í Breiðuvík. Eftir þá fundi skyldi kirkjuvígslan í Mikley
fram fara. En daginn áðr en eg átti að leggja á stað héðan
frá Winnipeg norðr til Nýja Islands í því skyni að vera á
fundum þessum og vígja kirkjuna í eynni fékk eg bréf frá
skrifara Mikleyjar-safnaðar, þar sem mér er skýrt frá því, að
meiri hluti safnaðarfulltrúanna þar vilji, að kirkjuvígslunni sé