Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1902, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.11.1902, Blaðsíða 4
132 þess gjöröir aö vera vörn gegn skothríöum eöa púÖrspreng- ingum. Efni slíkra múra var vanalega tígulsteinn óhertr í eldi, úr leir eöa moldarleðju og jarðbiki. Til þessa alls þarf að taka tillit, þegar um öfl þau er að rœða, sem líklegt er að hafi haft eyðileggjandi áhrif á slík mannvirki. Eftir fyrirmælum drottins umkringdu ísraelsmenn borg- ina og gengu í reglubundinni hergöngu með prestunum blás- andi í lúðra sína í broddi fylkingar sex daga hvern eftir annan umhverfis borgarmúrana. Aldrei var snúið til baka á her- göngunni, og aldrei hœgðu menn á sér til þess að draga úr lofthristingnum. Annað eins afl hlýtr að hafa haft áhrif, sem um munaði. Á sjöunda deginum var þessi jafna herganga gjörvalls fólksskarans umhverfis múrana endrtekin sjö sinn’um. Loftsveiflurnar, sem af þessu leiddu, svona margar og svona reglubundnar í sífellu, hljóta að hafa haft það í för með sér, að annað eins mannvirki og borgarmúrar þessir hafi tekið að skjálfa og riða. Og þetta kom eins og í ofanálag á áhrif þau, sem rósemi hinna trúarsterku fjölmörgu umsátrsmanna og hið óbifanlega traust þeirra á drottni hafði á hugi heiðingjanna innan borgar. Eftir allan þennan undirbúning, sem guð sjálfr stýrði, kom allt í einu feikna-mikill brestr eða dynr samfara því, er gjörvallr hinn aðsœkjandi herskari œpti óp eitt mikið, sem skar í eyrun og klauf loftið sundr. Fyrirfram hafði mönnum ísraels öllum verið sagt, að þegar prestarnir með lúðrblæstri gæfi merki, þá skyldi þeir œpa hið mikla óp. Þá er hið rétta augnablik var komið, kallaði Jósúa til fólksins og sagði : ,,Œpiðheróp! Drottinn hefir gefið yðr borgina. “ Og — ,,þegar það heyrði lúðrahljóminn, œpti það heróp mikið. Múrarnir hrundu þá, og fólkið gekk inn í borgina, hver hið gegnsta fram undan sér. Þannig unnu þeir borgina“ (Jós. 6, 20. 21). Þeir, sem af eigin reynd vita, hvílíkt voða-afl lá í herópi norðanmanna eða sunnanmanna í hinni miklu borgara- styrjöld vorri, geta vel skilið, hvílík áhrif það hefir, þegar tíu þúsund munnar hrópa út í loftið af öllum mætti á sama augnabliki. Á þennan hátt virðist drottinn hafa veitt herskörum ísra-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.