Sameiningin - 01.11.1902, Blaðsíða 6
134
og óskar eftir því aö hún haldi áfram. Þrátt fyrir þetta fyllir
hann í þessum fyrirlestri flokk þeirra, er andœfa gömlu skoö-
aninni, og þaS þykir oss sárt, þar sem svo mikils metinn
bróðir vor á í hlut, ekki sízt sökum þess, aö vér höfSum
ástœSu til, af fyrirlestri hans um gamla testamentiS og rit-
deilu hans viS Helga Pétrsson um sköpunar- og syndaflóðs-
söguna, aS telja hann einn hinna öflugustu varnarmanna
gömlu skoðanarinnar í kirkjufélagi voru.
ÞaS aS vér skulum telja annað eins og þetta hryggSar-
efni er af talsmönnum nýju skoSanarinnar sjálfsagt álitiS
þröngsýni eða veikleiki. BæSi séra Jón Helgason og Einar
ritstjóri Hjörleifsson hafa kveðiS upp dóina sína yfir oss
kirkjufélagsmönnum fyrir þaS ófrjálslyndi, sem þeim finnst
koma fram hjá oss í því, aS vilja síSr fá inn í félag vort
presta, sem berðist á móti oss í þessu þýSingarmikla máli.
Reyndar var þaS nú aS eins einn prestr vor, sem talaSi
þannig, og hann talaði í sínu eigin nafni, en ekki í nafni
kirkjufélagsins. En þótt allt kirkjufélagið hefSi látiS þetta í
ljósi, hefSi þaS þó veriS undarlegt af þessum vinum vorum á
íslandi aS tala eins og þeir gjörðu.
Eg get skilið þaS, aS þeir telji skoðan vora á biblíunni
háskalega ranga og aS þeir ímyndi sér, að sú skoSan vor hafi
mjög illar afleiSingar í för með sér í baráttu vorri fyrir kristin-
dóminum. Mér getr skilizt, aS þeir hugsi, að sín skoSan
muni verða til hinnar mestu blessunar fyrir kristindóminn.
En þaS finnst mér óheyrilegt skilningsleysi hjá þeim, aS geta
ekki rennt grun í þaS, aS vér stöndum eins aS vígi gagnvart
vorri hlið málsins, að vor skoðan á biblíunni er oss óumrœSi-
lega dýrmæt, og aS vér teljum nýju skoSanina hættulega
villu. Er þaS þá nokkurt ófrjálslyndi af oss, þótt vér ekki
viljum menn inn í kirkjufélag vort til þess aö kenna opinber-
lega þaS, sem vér álítum háskalegt og ósatt ? Hvernig get-
um vér veriö sjálfum oss samþykkir, ef vér vildum aðra eins
meiningarleysu ? AS heimta slíkt af oss er sama sem að fara
fram á þaS, aö vér vinnum á móti vorri eigin sannfœring, eSa
að vér leggjum ekkert upp úr því, sem vér sjálfir segjum að
sé sannfœring vor. Önnur eins fiamkoma og þessi gefr grun