Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1902, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.11.1902, Blaðsíða 13
eldis hans, ekki síðr en til foreldranna. Sé börnín tipp aíín í musteri trúarinnar og látin þegar í bernsku ,,þjóna“ í drottins húsi með heilagri lotningu, þá eru fengnar miklar líkur fyrir því, aö þau haldi áfram að vera þjónar drottins, þegar þau vaxa upp. Slíka þjónustusemi eiga drengir vorir einnig að læra, og er þeim gefiö hiö bezta tœkifœri til þess í sunnudags- skólunum og bandalögunum. Þannig ólst sveinninn Samúel upp hjá gamla prestinum Elí. Hann var hreinn í hjarta og siðsamr; unni Elí honum því hugástum og huggaði sig viö hann í mótlæti sínu. Svo var þaö eitt sinn eftir aö Elí var orðinn gamall og blindr, en sveinninn var tólf vetra (eftir því, sem Jósefus segir), að Samúel er að vanda í bústaö drottins og heyrir allt í einu að kallaö er á hann með nafni. Þaö var nótt og enginn á ferli; dimmt var úti, en inni hjá Samúel logaöi enn á ,,lampa drottins“.— Sæll er hver sá drengr, sem ávallt lætr loga hjá sér á lampa drottins. — Það var guö sjálfr, sem var aö kalla á þennan hjartahreina og velgefna dreng ; en Samúel hélt það væri fóstri sinn Elí. Hann flýtir sér því til öldungsins og segir : ,,Hér em eg;—hví þú kallaðir á mig?“ Elí sagöist ekki hafa kallað, og Samúel fór aftr á sinn stað. Svo var aftr kallað, og aftr kom Samúel til Elí; og í þriðja sinn var ' kallað, og enn kom Samúel til Elí. Þá skildist Elí það, að það rnyndi enginn annar vera en drottinn sjálfr, sem væri að kalla á Samúel, og nú segir hann drengnum, hverju hann skuli svara, ef enn á ný verði kallað. Þegar Samúel er svo kominn á sinn stað, kemr drottinn sjálfr til hans og segir : ,,Samúel! Samúel!“ Og drengrinn svarar: ,,Tala þú, drottinn, því þjónn þinn heyrir. “ Svo talaði drottinn við Samúel og birti honum vilja sinn. Og Samúel gjörðist þjónn guðs og erindsreki hans. Öll æfi hans var svar upp á kallið frá guði; allt lífsstarf hans varð framkvæmd á þessu : ,,Tal- aðu, drottinn, því þjónn þinn heyrir. “ Og fyrir starf Samúels hófst þjóðin upp úr niðrlæging sinni til vegsemdar. Samúel er eitt af hinum stóru vega- merkjum í sögu Gyðinga. Hann er síðastr dómaranna. Hann leggr í rauninni undirstöðuna undir hið veglega konungsríki,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.