Sameiningin - 01.11.1902, Blaðsíða 8
136
kynssögunni, þá sé sjálfsagt aö álíta, aö þeir hafi uppgötvaö
sannleikann aö því er biblíuna snertir. Svo er því bœtt við
eins og beinu áframhaldi af þessu, hvernig farið hafi verið
meö nýja testamentiö á síðastliðinni öld. Rannsókn hafi
verið hafin í sambandi við það af sömu tegund og nú á sér
stað í sambandi við gamla testamentið. Sú rannsókn hafi
haft blessunarríkar afleiðingar. Eins muni fara með þá rann-
sókn gamla testamentisins, sem nú stendr yfir. Þannig er
þá röksemdafœrslan, og má segja, að hún sé heldr góð, þótt
hún hafi sínar veiku hliðar.
Ekki dettr mér í hug að draga neitt úr því mikilvæga
starfi, sem unnið var á sviði mannkynssögunnar síðastliðna
öld. Eg er yfir'höfuð að tala alls ekki á móti neinni rann-
sókn. Eg vildi helzt, að allir menn í heimi væri vísindalegir
rannsakendr. Hafi allir slíkir menn þökk og heiðr fyrir öll
þau sannindi, sem þeir á þann hátt grafa upp og leiða í ljós.
En eg vil gjöra greinarmun á rannsókn og sannleika. Það er
eins og þessum nýju mönnum sé nóg, ef það að eins heitir
rannsókn. En það er engan veginn víst, að öll rannsókn
komi með sannleika. Það er ekki alveg víst, þó rannsóknin
hafi rétt fyrir sér í einu, að hún hafi satt að mæla í öðru. Það
er ekki endilega áreiðanlegt, að núverandi gamla testamentis
rannsókn sé í aðalatriðum rétt, þótt önnur henni alveg
óskyld rannsókn, unnin af öðrum mönnum, hafi leitt í ljós
mörg sannindi í sambandi við mannkynssöguna.
En auk þessa, sem hér hefir verið sagt, eru fleiri ástœður
fyrir því, að niðrstaða höfundarins hvílir á veikum grundvelli.
Fyrst er það, að mannkynssögu-rannsóknin er að miklu
leyti til lykta leidd, þar sem gamla testamentis rannsóknin
aftr á móti stendr yfir. Þótt mörgum spurningum sé enn
ósvarað í mannkynssögunni, má þó svo að orði komast, að
það sé búið að ganga þannig frá sögu flestra menntaðra þjóða,
að aðalatriðum í sögunni af viðburðum liðinna alda verði
aldrei mikið breytt. En um gamla testamentis rannsóknina
er það að segja, að enginn getr enn sagt, hvernig niðrstaðan
muni verða, þegar henni er lokið. Það er því ekki réttlátt að
bera verk, sem í aðalatriðum er þegar til lykta leitt,saman við