Sameiningin - 01.11.1902, Blaðsíða 2
i 30
Lýsi þér sannleikr líknar braut,
leiði þig náðin í sannleiks skaut.
4. Hver gefr sannleika ? hver gefr náð ?
hver gefr lífið hið sanna?
Varmann og birtuna breiðir um láð
blessaði frelsarinn manna.
Fylling guðs sannleika flytr hann,
fylling guðs náðar við sérhvern mann.
Hvernig stóð á því, að múrar Jeríkó-
borgar hrundu?
Eftir dr. H. Clay Trumbull,
ritstjóra blaðsins Sunday School Ttmes.
Kraftaverk þau, sem frá er sagt í biblíunni, hafa það sér-
kenni við sig, að þótt þau sé yfirnáttúrleg, eru þau þó ekki
ónáttúrleg. í því tilliti stingr þeim algjörlega í stúf við töfra-
undr þau, sem fyrir koma í austrlenzkum æfintýrum. Guð
notar náttúruöflin, þótt hann við notkan og stjórn þeirra beiti
krafti þeim, sem er óvanalegr og sérstaks eðlis. Hann gjörir
það þá er honum gott þykir til þess að hafa það fram, er
hann vill. Þannig er það í sögu þeirri, sem nú er um að
rœða. Að hrun Jeríkóborgar-múra hafi verið guðlegt krafta-
verk er ekki að efa. Engu að síðr er eðlilegt, að spurt sé :
Stendr ekki hrun múranna og það að borgin svo var unnin af
ísraelsmönnum í sambandi við það, hvernig á stóð þar á
staðnum, og fyrirmæli þau, sem þeir fengu um það, hvað
þeir skyldi gjöra meðan á umsát borgarinnar stóð ?
í sex daga hvern eftir annan gekk hinn fjölmenni her
Israelslýðs hringinn í kring um borgina í samfelldri, reglu-
bundinni fylking. Og á sjöunda deginum var slík hringganga
marg-endrtekin af gjörvöllum fólksskaranum. Og tafarlaust
þar á eftir œptu hermennirnir allir eins og með einum munni
óp mikið. Hvort myndi það, að múrar hinnar dœmdu borg-
ar tóku að riða og hrundu síðan niðr, ekki að einhverju leyti