Sameiningin - 01.11.1902, Blaðsíða 15
gjörír manninn sælan?“ Var séra Hans enn aöal-rœöumaör,
og auk hans töluSu þrír aðrir. Sunnudaginn, sem á eftir fór
(24. e. trín.), prédikaöi séra Hans í tveim kirkjum, nfl. kirkju
Vestrheimssafnaöar og kirkjunni í Minneota. Að kvöldi
mánudagsins var trúmálafundr haldinn í Marshall. Voru þar
rétt allir safnaöarmenn saman komnir og aö auk nokkrir
menn úr öllum hinurn söfnuðunum. Umtalsefni á þeim
fundi var : ,,Vor kirkjulegi arfr. “ Auk séra Hans tóku
þar fjórir menn til máls. — Nokkru eftir miönætti þá sörnu
nótt lagði séra Hans á stað heimleiðis, með kæru þakklæti frá
söfnuðunum í Minnesota fyrir komuna. B.
Nú er hin nýja þýðing Jóhannesar guðspjalls komin út í
Reykjavík frá nefndinni, sem þar er að eiga við yfirskoðan og
endrbót íslenzku biblíunnar. Guðspjöllunum öllum er þar með
lokið. Eftir því, sem formaðr nefndarinnar, Hallgrímr bisk-
up Sveinsson, hefir áðr auglýst, mun séra Jón Helgason hafa
verið aðalmaðrinn við þýðing þessa síðasta guðspjallarits.
Verð þess er 12 aurar.
Sama má segja um þýðing þessa guðspjalls eins og
hinna guðspjallanna, að kostað hefir verið kapps um að láta
hana vera nákvæma eftir frum’textanum gríska. En víða í
guðspjallaþýðingum þessurn eru óþarfa-breytingar frá því, er
áðr var í nýja testamentinu íslenzka. Og á stöku stöðum
hefir nýja þýðingin orðið ónákvæmari en hin garnla. í því
tilliti skal bent á Jóh. 1, 23 : ,,Eg er rödd manns, er hrópar
í óbyggðinni. “ En í nýja testamentinu, sem nú er almennt
notað af Islendingum, stendr þar: ,,Eg em rödd þess, sem
hrópar“ o. s. frv. Alveg eins á samsvarandi stöðurn í hinum
guðspjöllunum (Matt. 3, 3 — Mark. 1, 3 —Lúk. 3, 4). Hér
er ónákvæmni, þótt að eins virðist vera í smáu, og sú óná-
kvæmni getr haft trúarlega þýðing.
A hina ónákvæmu þýðing skírnar-innsetningarorðanna
Matt 28, 19 í hinni nýju útlegging hefir verið bent af hr. Öst-
lund, aðventista-trúboða: ,,Farið og gjörið allar þjóðirnar
að lærisveinum með því að skíra þá“ o.s.frv. — í staðinn
fyrir ,,sk í r a n di þá“.