Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1903, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.03.1903, Blaðsíða 8
4 an til þess aö veröa friðþægingarfórn fyrir synd gjörvalls mannkynsins. I þeirri trú, en líka að eins á þann hátt, verðr þessi kvöl hans í Getsemane skiljanleg og allt hitt, sem þar fór á eftir þangað til píslarsagan var algjörlega á enda. Eg ætla nú til samanburðar við Getsemane-kvöl frelsar- ans að benda á nokkur stór-hátíðleg atvik, er komið höfðu fyrir löngu áðr í hinni helgu sögu Israels á gamla testamentis tíðinni. Fyrst er það sagan um Móses, þegar fast var að því komið, að drottinn Jehóva, guð almáttugr, léti köllunina út- ganga til hans til þess að leggja á stað úr Midíanslandi til Egyptalands á fund faraós og krefjast þess af honum, að hann leyfði lýðnum hans útvalda að fara þaðan burt. Móses sér þar allt í einu f eyðiinörkinni fram undan sér út frá Hóreb- fjalli undarlega sýn: þyrnirunn, sem stendr í ljósum loga, en eyðist þó ekki af brunanum. Hann gengr nær, til þess, ef verða mætti, að hann fengi skilið í því, hvernig á þessu gæti staðið. En þá heyrir hann rödd, er til hans kemr beint úr hinum loganda runni og segir : ,,Gakk ekki hingað ! Drag skó þína af fótum þér, því sá staðr, sem þú stendr á, er heilög jörð. “ Þetta er rödd drottms sjálfs. ,,Eg em“—segir röddin enn fremr—,,guS föður þíns, guð Abrahams, guð Isaks og guð Jakobs. “ Og er Móses heyrði þetta, byrgði hann fyrir andlit sitt, því hann þorði ekki að líta upp á guð. Og með huldu höfði hlustar hann svo á boðskap köllunar- innar, er nú gekk út til hans frá drottni. I þessari gamla testamentis sögu er tákn, verklegt tákn og tákn í orðum, sem skýrt og hátíðlega fyrir augum trúarinnar fyrirmyndar Get- semane-baráttu frelsarans. I œðsta og fullkoinnasta skiln- ingi má segja, þegar þú—hver sem vera skal—heyrir boðskap núveranda texta vors og horfir í anda á Jesúm í þeim sporupr, að staðrinn, sem þú stendr á, sé heilög jörð. Sannarlega ætti allir, þegar hingað er komið, að draga skó sína af fótum sér. Önnur eins angistarsýn og þessi krefst heilagrar lotning- ar af öllum áhorfendum. Þegar þú sérð eitthvert mannlegt líf í djúpri sorg, sárum kvölum, lfkamlegum kvölum eða and- legum kvölum, eða því hvorutveggja sameinuðu, þá má með fyllsta rétti segja, að þú horfir inn í helgidóm. Og allra helzt

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.