Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1903, Page 9

Sameiningin - 01.03.1903, Page 9
5 þó, ef þú veizt, að sá, sem syrgir og kvelst, er góSr maör. En þegar þú horfir á Jesúm eiga bágt, eins hryggan, eins hræddan, eins angistarfullan, eins kvalinn og kraroinn og hann birtist, þegar hann er kominn til Getsemane, og hugsar um það, hvað hann er í sínu innsta eðli og hvernig á þeim skelf- ingum stendr, þá verðr þér Ijóst, að það er hið allra helgasta í helgidóminum, sem við þér blasir. Um fram allt þá sjálf- sagt, að allir dragi skóna af fótum sér. ,,Hver má hugsa’ um þjáning þessa, þeim hún ei sé tárapressa, þó að sekr þyldi neyð? En hér leið hinn allra bezti. Augu mín og hjarta bresti. Sjálfr heilagleikinn leið!“ Þarna sér þú hinn loganda þyrnirunn í enn þá miklu œðra skilningi en Móses forðum. Ut í sannkallaðan eld, sárar, langvinnar andlegar eldraunir, var Móses kallaðr af guði; hann átti að berjast fyrir þjóð sína upp á líf og dauða það- an í frá æfi-langt. Hennar málefni skyldi hann taka að sér; hennar fyrirliði átti hann að verða, þegar hún var að slíta af sér þrældómshlekkina og brjótast burt áleiðis til fyrirheitna landsins og guðs barna frelsisins. Og mannlega talað átti hann að bera þjóðarsyndirnar allar á sjálfum sér. Hann sá þær eld- raunir allar fyrirfram. Guð sýnir honum þær sjálfr með undri hins loganda þurnirunns. Píslarsaga hans hin ókomna blasti þarna við honum í og meö því hátíðlega tákni. En hann sér þar líka huggunina, líknina drottinlegu, er lögð var fyrirfram með þrautinni. Hann skal fyrir guðlega náð, hina verndandi hönd drottins, komast heilu og höldnu út úr eldraununum öllum. Fyrirtœki hans skal heppnast, blessast. Því þyrnirunnrinn eyddist ekki, þótt hann stœði í björtu báli. En þá fyrst, þeg- ar sagan um kvöl Jesú í Getsemane er að gjörast, sést þaö, sem allra stórkostlegast og dásamlegast, hræðilegast og gleði- legast er af því, er hinn logandi þyrnirunnr táknar, —dýpsta sorgin í mannkynnssögunni, sárasta kærleikskvölin, sem til getr verið, — hin heilaga sorg og kvöl friðþægingarinnar í persónu guðmannsins Jesú, sem í hinni djúpu niðrlæging hefir tekið það að sér að bera á sjálfum sér gjörvalla mannkyns-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.