Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1903, Qupperneq 10

Sameiningin - 01.03.1903, Qupperneq 10
6 syndina út í dauðann. Og, vinir mínir, svo framarlega sem þér fyrir trúna eigið andlegt ítak í þessu heilaga undri frið- þægingarinnar, skal yðr verða borgið í öllum ókomnum eld- raunum æfisögu yðar. Hversu sárt sem þér finnið til út af myrkra-afli syndarinnar í sjálfum yðr eða fyrir utan yðr, eða öðrum mótlætissorgum, þá skal það ekki gjöra út af við yðr; þvert á móti skal það í Jesú nafni allt leiðast vel út, verða yðr til eilífrar blessunar. I kjölfari sorgarinnar og kvalarinnar skal sæla, himnesk guðs barna sæla, koma streymandi frá drottni inn í sálir yðar. Þyrnirunnrinn ekki eyðast eða skemmast, hvernig sem í honum logar. — Sorgin guðs börnum hér ómissandi. Lífsnauðsyn fyrir pílagríma drottins að koma við í Getsemane á leiðinni. Annað atvikið, sem eg í sambandi við hryggðarmál texta míns vil minna á í fornsögu gamla testamentis tíöarinn- ar er það, þegar Abraham að boði drottins leggr á stað til Móría með hinn ástfólgna son sinn Isak, til þess búinn að slíta hann frá hjarta sínu og fórna honum, með eigin hendi að hrinda honum út í dauðann. Það hefir vanalega í krist- inni kirkju verið litið svo á, að Abraham í þeim sporum jar- teikni guð föður í því hann fórnar hinum heilaga elskulega syni sínum Jesú til þess að friðþægja fyrir syndir vor allra, en Isak jarteikni frelsarann. Og sá skilningr getr vissulega verið í alla staði réttr. *) En enn þá eðlilegra finnst mér það vera að bera Abraham, við það alvarlega stórhátíðartœkifœri á æfi hans, saman við Jesúm á krossferli hans, einkum og sér í lagi þegar hann í hinni óumrœðilegu sálarkvöl birtist oss í Getsemane. Af föðurlegri nærgætni og mildi dvlr Abraham það fyrir Isak syni sínum í lengstu lög, allt fram að síðasta mikla reynslu-augnablikinu, hvað hann að boði guðs ætlar við hann að gjöra. Að sínu leyti alveg eins og hinn himneski faðir lang-oftast heldr því algjörlega á huldu fyrir oss, sem sárast og óttalegast bíðr vor að vilja hans f ókomnu tíðinni. *J Þannig segir Hallgrímr Pétrsson í 30. passíusálminum: ,,Þessi krossins þunga byrSi þér var, drottinn, lögð á bak, svo fyrirmyndan fylld sú yrði, þá fórnarviðinn bar Isaak. ‘ ‘

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.