Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1903, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.03.1903, Blaðsíða 11
7 Og fyrir þá miskunnsemi ætti oss öllum í Jesú nafni a5 vera ljúft a5 þakka góðum guöi. En um fórnina miklu, hræði- legu, sem Abraham á a5 inna af hendþfær hann a5 vita fyrir- fram. Sannarlega er hann þá í þeim sporum, eða á þeirri hörmungaléið, ímynd drottins vors Jesú Krists, þegar eldr hinnar ókomnu píslarsögu hans œddi í sálu hans í Getsemane. En stórkostlegt er aö hugsa um það, aö Abraham skuli geta tekizt að dylja sorgina og kvölina, sem hlýtr að hafa gagn- tekið sálu hans við það tœkifœri, fyrir syni sínum; en þegar Jesús í Gatsemane er að búa sig undir þá fórnargjörð, sem honum var ætluð og hann hafði af fúsum og frjálsum vilja kosið sér, þá á hann þess engan kost að þagga niðr í sál sinni sársaukann út af hinni væntanlegu og fastákveðnu fórn sinni, getr ekki kveðið sál sína í ró,— ekki fyrr en eftir svo og svo langa og hræðilega baráttu. Þetta vottar það skýrt, aö orsök angistarinnar í sálu Jesú hafi verið meiri — óendanlega meiri og víðtœkari -—■ en nokkurt annað sorgarefni, sem komið hefir fyrir í mannkynssögunni hér á jörðinni, — sorgarefni, sem að eins guðleg hugsan nær út yfir. Þriðja dœmið úr garnla testamentis sögunni, sem eg vil benda á til samanburðar við söguna um sálarkvöl Jesú í Getsemane, er Jakob, sonr Isaks, þegar hann á ferðinni aust- an úr Mesopotamíu með hina stóru fjölskyldu sína og alla al- eigu sína er staddr við ána Jabbok og hefir frétt, að Esaú bróöir hans, sem hann svo stórkostlega hafði syndgað á móti og reitt til reiði endr fyrir löngu, er þeir voru saman í föður- garði, væri þar með fjölmennan her á ferð mjög skammt á burtu. Nú tók hin gamla synd að stinga hann — svo sárt. Hann þóttist vita, að bróðir sinn vildi nú ná yfir sér hefnd. Honum fannst það í alla staði eðlilegt, að hann notaði þetta tœkifœri, sem hér var til hans komið. Því það vissi hann svo vel, að í núverandi sporum sínum gat hann alls ekkert viðnám veitt, engri vörn fyrir sig og sína komið, ef Esaú réðist nú á þá í óvinveittum hug með herliði því hinu harðsnúna, er hann hafði yfir aö ráða. I augsýnilegri, ógurlegri dauðahættu vissi hann sig staddan með öllum ástmennum sínum. Hugrakkr var Jakob ekki að eðlisfari; en ekki myndi hann þó svo mjög

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.