Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1903, Síða 17

Sameiningin - 01.03.1903, Síða 17
i3 um. Hann minnir oss á það, að hann hafi sex ár lagt stund á guöfrœði við háskólann í Kaupmannahöfn, hlýtt á fyrirlestra prófessoranna þar um gamla testamentið og , ,biblíu-rannsókn- irnar“ og lært bœkr þeirra og annarra frœðimanna um þau efni, og síðan leyst af hendi próf í öllum þeim háu vísindum; enn fremr nú all-lengi unnið að nýrri þýðing gamla testament- isins á vora tungu, og því verki samfara allt af verið að læra meira og meira. ,,Og enn gæti eg“—segir hann—,,vitnað í það, að eg hefi dvalið allt að því árlangt við háskólana í Halle og Cambridge, eingöngu til þess að kynna mér frummálgamla testamentisins. “ það allt, sem hann kemr hér með til þess að sanna lærdóm sinn, ber alls ekki vott um hógværð; það líkist miklu fremr því, sem venjulega er kallað sjálfshól. Og svo var þetta líka með öllu óþarft, allra helzt í grein á móti mér; því þegar undir eins og deilumálið út af gamla testa- mentis ,,kritíkinni“ komst hér á dagskrá, tók eg það fram { blaði þessu (, ,Sam. “ XVI, i), að vafalaust væri hr. Haraldr Níelsson lang-mesti hebreskufrœðingrinn, sem komið hefði fram meðal Islendinga bæði að fornu og nýju. Honum til hugnunar skal þetta nú afdráttarlaust endrtekið. En með öllum sínum lærdómi hefir hann þó ekki leitt nein rök að því, að nýju kenningarnar um uppruna gamla testamentis ritn- inganna sé sannleikr. Og þar sem þeim kenningum er sterk- lega neitað víðsvegar um hinn kristna heim af svo og svo mörg- um frœðimönnum,sem að minnsta kosti eru fullt eins lærðir og hr. H. N., sumir þeirra vissulega miklu lærðari, þá ætti hann að una því með jafnaðargeði, þótt vér ekki sjáum oss fœrt að fylgja honum og lærifeðrum hans í blindni í því máli. Hógværðin hefir því miðr ekki í þessari grein hr. Har- alds gjörzt förunautr þekkingarinnar. Og það minnir á hin postullegu orð: ,,þekkingin gjörir stœrilátan;---svoef ein- hver þykist mikill af þekking sinni, hann þekkir ekkert eins og þekkja ber“ (i. Kor. 8, 1.2). En upp á hina niðrrífandi, sundrtætandi biblíu-, ,kritík“, sem hr. H. N. aðhyllist, með- ferð þá á guðs orði heilagrar ritningar, sem í þeirri átt tíðk- ast, má vissulega heimfœra þessi ummæli Hallgríms Pétrsson- ar í passíusálminum einum:

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.