Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1903, Síða 18

Sameiningin - 01.03.1903, Síða 18
14 ,,Vilji því (þ. e. guðs orði) skifta skynsemd manns, skilning sannleiksins þver. “ Hr. H. N. leggr mér það illa út, að eg með fám orðum gat um mótmæli Storjohans prests í Norvegi gegn fyrirlestri þeim, er Erik Stave, háskólakennarinn sœnski, flutti sumarið 1901 til þess að mæla með ,,kritíkinni“. Honum finnst eg hefði heldr átt að þýða fyrirlestr Svíans og leggja það erindi fram fyrir lesendr ,,Sam. “ I því er heldr lítil sanngirni, þar sem eg einmitt þá var að eiga við þá öfga-staðhœfing, sem talsmenn ,,kritíkarinnar“ gjörðu sér svo mikið far um að ota fram, að ,, allir vísindalega menntaðir guðfrœðingar í flokki mótmælenda í Norðrálfunni“ hafi sömu skoðanir og þeir á biblíunni. Til vefengingar þeirri staðhœfing nefndi eg hinn norska prest sem dœmi, því eg var í engum efa urn það, að hann myndi rétt talinn meðal ,,menntaðra guðfrœðinga“. Áðr hafði eg komið með brot af ritgjörð eftir annan guðfrœð- ing í Norvegi, sem líka gengr á móti hinum nýju kenningum og oflátungsskap þeim, sem þeim heíir verið samfara. Nú seinast hefir Heuch biskup látið til sín heyra, og eg hefi leyft mér að koma hér í blaðinu með sýnishorn af vitnisburðum hans gegn guðfrœðinni nýju og ,,kritíkinni“. En öll slíkmót- mæli vilja hinir íslenzku talsmenn . ,kritíkarinnar“ þegja í hel, þótt það vafalaust takist nú ekki lengr. Hr. H. N. kvartar um, að allt af sé hér í þessu blaði við haft orðið ,,kritík“. Ekki er það þó frá málfrœðislegu sjónar- miði að hann kemr með þá umkvörtun, heldr af því, að hann er hræddr um, að í það sé lögð ill og óvirðuleg merking. í stað þess notar hann og þeir félagar, sem gefa ,,Verði ljós !“ út, orðið ,,biblíu-rannsóknir“ eða — enn betra—,,hin vís- indalega niðrstaða biblíu-rannsóknanna“. Há-virðuleg nöfn. En myndi ekki líkt standa á fyrir þeim, er staðið hafa fyrir því orðavali, eins og Eiríki hinum rauða.þá er hann gaf jökla- landinu, sem hann fann í norðrhöfum, nafnið Grœnaland ? Hann þóttist vita, að menn myndi fýsa þangað, ef landið héti vel. Hr. H. N. ber þá ósk fram um leið og hann á gamlaárs- dag slær botninn í greinina í ,,Verði Ijós !“ út af „þekking

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.