Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1905, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.08.1905, Blaðsíða 5
85 um var málið að nýja borið undir atkvæði og það, sem nefndin hafði farið fram á, samþykkt í einu hljóði. — Áðr hafa verið ■valdar við hliðina á aðal-lexíunum almennu (eða internatio- .nal) auka-lexíur fyrir yngstu börnin eða lægstu deildirnar í sunnudagsskólunum, svo lexíu-raðirnar verða þá hér eftir þrjár, fyrst um sinn að minnsta kosti. Þetta virðist þá stefna í sömu átt sem leiðtogar sunnudagsskóla-málsins í General Council hafa áðr talið hina einu réttu í þeim efnum, þó að Lhinir síðarnefndu gangi þar miklu lengra, og að vorri ætlan langt um of langt. Á Toronto-þinginu kom það skýrt fram, að meiri og meiri áherzla er á það lögð í prestaskólum hinna margvíslegu kirkjudeilda víðsvegar um heimsálfu þessa, að þeir, sem á þær menntastofnarir ganga, læri sunnudagsskóla-verk og verði vel fœrir um að kenna það út frá sér. International-lexíurnar (aðal-lexíurnar) fyrir sjö næstu ár eru valdar eins og nú skal greina: Fyrir árið 1906, allt árið, úr þrem fyrstu guðspjöllunum: orð og verk frelsarans. Fyrir 1907, allt árið: sögur um forfeðr hinnar útvöldu þjóðar og um dómarana úr Genesis og allt til Samúelsbókar. Fyrir 1908, frá Jan. til Júní: kenningar Jesú samkvænit því, sem frá þeim er skýrt í Jóhannesar guðspjalli. Fyrir 1909, frá Júlí til Des.: saga biblíunnar frá Sál til Salómons. Fyrir 1910, allt árið: frægðartíðin mesta í sögu Israels, hnignanin og endrreisnin, — úr Konungabókunum og þeim hókum, sem þar fara á eftir allt til Malakía. Fyrir 1911, allt árið: fagnaðarbeðskaprinn um guðs ríki samkvæmt Matteusar guðspjalli. -------o-------- Kirkjuþingin. Ársþing hins ev. lút. kirkjufélags Isl. í Vestrheimi eru nú orðin 21 að tölu, Og hafa verið haldin á þeim tíma og þeim stöðum, sem hér skal greina: 1. þing 1885 24.-27. Júní í húsi Framfarafélagsinsísl.í W.peg; 2. “ 1886 30. Júní-2, Júlí í skólahúsi á Garðar, N.-D,;

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.