Sameiningin - 01.08.1905, Blaðsíða 3
83
og ritgjörðir snertandi biblíuírœði og fleira eftir ýmsa aðra
höfunda. I síðustu heftunum (fyrir Júlí og Ágúst) eru þannig
tvær greinir eftir dr. Geo. H. Schodde, þar sem skýrt og skil-
merkilega er gengið á móti staðhœfingum nokkrum af hálfu
biblíu-,kritíkarinnar‘, nýju. Greinin eftir hann í Júlí-heftinu
iheldr því fram, að alls engin gild rök sé komin fram fyrir
því, sem , kritík‘ sú fullyrðir, að Esajas sé ekki höfundr 17
síðustu kapítula (40.—66.) í spádómsbókinni, er ber hans
nafn, heldr einhver ónefndr maðr, sem löngu seinna hafi verið
uppi. Þá er það og ein megin-kenning ,,kritíkar“-manna, að
lögbókin, sem fannst í Jerúsalems-musteri á dögum Jósía
konungs (2. Kron. 34, 15), hafi ekki, eins og það ávallt hefir
verið skilið, verið lögmál Mósesar í heild sinni, heldr að eins
rit það, er nú er nefnt fimmta Mósesbók; það rit sé og ekki
eftir Móses, heldr miklu miklu yngra, hafi sett verið saman
undir hans nafni til þess að gefa gildi prestakreddum nokkr-
um, sem þar sé haldið fram, og því svo á sviksamlegan hátt
smeygt inn, þegar svo gott tœkifœri bauðst. Um þessa kenn-
ing talar Schodde í Ágúst-heftinu, gjörir grein fyrir því, af
hve illri rót hér sé runnin, og hrekr hana algjörlega.
Theodore M. Davis, frægr Egyptalandsfrœðingr, upp-
runninn hér í Vestrheimi (í Bandaríkjunum), fann snemma á
þessu ári í nágrenni rústanna af Þebu, hinni merku höfuðborg
Efra-Egyptalands í fornöld, grafarhvelfing eina í jörðu niðri,
enn þá merkilegri en allt þeirrar tegundar, sem áðr hefir
fundizt í því landi. Þegar hvelfing sú var opnuð, var við-
staddr prófessor Maspero, sem öllum mönnum er lærðari í
forn-egypzkum írœðum, einnig hertoginn af Connaught, bróðir
Edwards Bretlandskonungs. Tvær miklar líkkistur fundust
þar, og höföu þær inni að halda líkami hjóna einna, að nafni
Júa og Þúa, sem ekki voru konungbornar persónur, þótt þau
væri foreldrar drottningar einnar, er mikla frægð hefir getið
sér í fornaldarsögu Egyptalands. Sá drottning nefndist Taí,
en konungr sá, er var eiginmaður hennar, er nefndr Amen-
hótep (eða Amenófis) hinn 3., og sonr þeirra Amenhótep hinn
4. — Líkkisturnar voru tvöfaldar, að utan og innan fóðraðar