Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1905, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.08.1905, Blaðsíða 8
88 kirkjufélagsins: séra Jón Bjarnason, séra Björn B. Jónsson og sá, sem þetta ritar. Þar er þorp nokkurt að mestu leyti byggt af Indíönum. Þaö stendr á hæð. Landiö er hrjóstugt •og klettarnir standa víöa upp úr. Hiö fyrsta, sem maðr stígr á, er maör kemr af bryggjunni, er klettr. Engu aö síör er þarna fagrt. Fyrir framan þorpið, til vestrs, er Nelson-áin, breið og fögr, en á bak viö eru furu-skógar. Eitt hið fyrsta, sem maör sér, er maör nálgast þorpiö, er fremr snotrkiikja. Skammt þar fyrir austan er prestssetrið, en umhverfis hvort- tveggja er garðr, og í honum talsvert af ungum viaple-ti'fim. og ýmsu ööru fögru, sem mennirnir hafa látiö náttúruna framleiöa. Nokkuö í austr frá prestssetrinu er all-stórt hús. Það er skólinn, sem trúboöinu tilheyrir. Hann rúmar 50—60 börn. Börnin eru öll Indíanar. í skólanum eru þeim kennd bókleg frœöi og sömuleiöis margt af því, sem lýtr aö nauðsyn- legri vinnu. Stúlkunum er t. d. kennt allt það, sem viðvíkr nauösynlegustu hússtöríum. Börnin sofa öll og boröa í skól- anum. Þegar vér komum að skólanum, stóö á guöaþjónustu, og var hún haldin undir beru lofti fyrir framan skólann, sökum þess að kirkjan var í aögjörö. Canadiskr prestr stýrir þassu trúboöi, en tveir Indíana- prestar eru honuin til aðstQÖar. Þegar vér komum, stóö yftr skírnar-athöfn. All-stór hópr af fólki var saman kominn, og voru djúp lo*ningar-merki í andlitum og látbragði allra. Ann- ar aðstoöarprestrinn framkvæmdi skíraar-athöfnina, og fór þaö allt fram á einu Indíana-málinu, sem nefnist Cree. Þrjú börn voru skírð, og voru þau borin fram af foreldrunum sjálf- um. Faðirinn tók við barninu af móðurinni og rétti prest- inum, og hélt hann á því meðan hann skírði það og xétti svo. aftr fööurnum, en hann móðurinni. Að síöustu var sungið eitt alþekkt vers á ensku máli, sem byrjar þannig: ,,Praise God from whom all ble§sings flovv. “ Hluttaka í þeim söng virtist nokkuö almenn. Tveir hvítir kvenmenn erú enn fremr starfandi aö þessu trúboði, eru kennslukonur í skólanum. Báöar sögöust þær

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.