Sameiningin - 01.08.1905, Blaðsíða 4
84
með plötum úr gulli og silfri, og allr annar umbúnaðr að sama.
skapi dýr og skrautlegr. Einnig fannst í grafarhvelfingunní
fjarska-mikið af allskonar gullbúnum forngripum, svo sen>
stólar og kistur, dýrmdis-ker úr alabastri, stórar krukkur með’
víni og olíu í, skrautvagn einn mikill og prýoilegr og margt.
fleira. Gjörðin á öllum þessum munum ber þess vott, að í-
þróttin hafi verið á ótrúlega háu stigi á þeim tími, er þeir
urðu til. Það er um 3300 ár síðan búið var um legstað þennan,
og hefir aldrei verið við honum hreyft fyrr en nú. Þykirauð-
sætt, að Tai drottning hafi með þessari dýru og glæsilegu.
greftran viljað hefja foreldra sínatil konunglegrar tignar. Húu
var ekki egypzk að uppruna; foreldrar hennar voru ættaðir
austan úr Mesopotamíu. Fyrir áhrif hennar leiddi konungr-
inn sonr hennar að nokkru leyti ný trúarbrögð inn í Egypta-
land, en að honum látnum náði gamli egypzki átrúnaðrinrr
sér aítr niðri meðal landslýðsins. Þetta var löngu áðr en
Móses var uppi.
Lang-flest kirkjufélög hér í Vestrheimi hafa ársþing sín-
í Júnímánuði. En auk þess hélt nú í ár í þeim mánuði þriggja.
ára þing sitt International Sunday School Association, sem er
lang-stœrsti félagskapr í heimi sunnudagsskóla-málinu til
stuðnings. Þing þetta var haldið íToronto í Ontario, í síðustu
viku mánaðarins, og var fjarska fjölmennt. Þrem árum áðr
var samskonar þing haldið í Denver, Colorado. Næsta alls-
herjar þing á að halda í Louisville, Kentucky, árið 1908.
A Toronto-þinginu var mikið um það roett, hvort sam-
þykkt skyldi tillaga frá standandi nefnd um að innleiða sér-
stakar lexíur fyrir þá lærisveina í sunnudagsskólum, sem lengst
eru komnir og mestum þroska hafa náð. Nefndin hafði að-
eins ráðið til þess, að sú nýbreytni væri leyfð þar sem þess
væri óskað, en ætlaðist ekki til, að neinn sunnudagsskóli væri
skyldaðr til þess. Engu að síðr varð þetta meðal þingmanna
um hríð hið mesta hitamál. Nefndartillagan var fyrst felld
með meira hluta atkvæða, en minni hlutinn var svo stór (601
atkvæði á móti 617) og svo ákafr með því að fá hinar nýju
auka-lexíur, að samkvæmt tillögu frá einum úr meira hlutan-