Sameiningin - 01.08.1905, Blaðsíða 9
89
vera ánœgöar yfir þ'ví, aö vera starfandi að þessu verki þarna
úti í þessu villta landi.
Er vér vorum á leiðinni norðr Winnipeg-vatn, varð oss
samferða ungr kvenmaðr, sem kom alla leið austan fiá Nova
Scotia, til þess að takast á hendr kennslustarf meðal Indtana
í sambandi við aðra trúboðsstöð Meþodista vestan megin
vatnsins á stað, sem nefnist við Fisher River. A leiðinni til
"baka urðum vér samferða einum trúboða enn, canadiskum
presti, sem stýrir trúboði sömu kirkjudeildar við Nelson House.
Ttl þess að komast þangað verðr hann að ferðast um 300
mílur norðaustr og norðr frá Norvvay House. Þar er hann
búinn að starfa stöðugt í 14 ár.
Svona eru trúboðsstöðvar út um allt þetta geysimikla
■eyðimerkr-land fyrir norðan Manitoba, austr að Hudsons-flóa,
vestr að Klettafjöllum og nærri norðr að íshafi. Alisstaðar
þar, sein Indíanar eru, eru hv.tir trúboðar, prestar eða skóla-
kennarar, eða hvorirtveggja, og ekki er það fólk af lélegra
tæginu, heldr vel menutað og myndarlegt fólk. Kirkjudeild-
irnar, sem mestan þátt taka í þessu starfi, eru, fyrir utan Me-
þodista, rómversk-kaþólskakirkjan og enska kirkjan.
Hér er sjálfsafneitun. Um það er engutn blöðum að
fletta. Þetta hvíta fólk gæti hlotið hærri laun og œskilegri
lífskjör annarsstaðar. Ekkert annað en kærleikr til málefn-
isins gæti knúð þá til þess að hslga líf sitt þessu starfi. Að
■dœm? frá vanalegu sjónarmiði er líf þeirra fjarska-leiðinlegt,
ekki sízt á vetrum, ef til vill t meir en 100 mílna fjarlægð frá
næstu hvítum mönnum. Auk þess þarf mikla þolinmœði til
■að kenna Indíönum Þeir eru seinir til að yfirstíga hið villta
eðli, sem legið hefir í blóði þeirra í huadruð og þúsundir ára.
Auðvitað leiðist manni ekki það verk, sem maðr hefir
hugann við. Og 'verkið er nauðs}nlegt og göfugt. Fram-
ferði Indíana-barnanna í skólanum við Norway House þolir
víst satnanburð vtð framferði hvítra barna víða. Yfir höfuð
kemr annar bragr á fólkið, sem er undir áhrifum trúboðs-
i s. Og þar sem þeim er kennt bæði verklegt og bóklegt, er
verið að byggja vel fyrir fratntíðina, og gjöra úr þeim siðað,
uppbyggilegt fólk.