Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1956, Side 5

Sameiningin - 01.12.1956, Side 5
Sameiningin 51 hafa verið að færast í vöxt, nú hin síðari ár víða um heim, og yfirleitt glepja menn í leit þeirra eftir Guði. Ýmsir ráð- gjafanna komu fram og lögðu á ráð, en höfðingjanum féll ekkert þeirra í geð. Loks kom einn fram og sagði: Sendu einhvern snjallan kennimann og láttu hann segja mönnum að það skipti engu máli hvort þeir trúa nokkru eða engu um kristileg efni. Enginn geti vitað hvort lífið hafi nokkurn tilgang eða takmark eða ekki, hvort nokkurt framhaldslíf sé til, eða hvort mennirnir verði nokkru sinni kvaddir til reikningsskapar fyrir gjörðir sínar. Þessum ráðum var fylgt, og þau gáfust svo vel, að stórir hópar manna féllust á þessa kenningu, og hefir hún síðan verið hrópuð af þökum ofan í nafni heilbrigðrar skynsemi og vísindalegrar þekkingar. Og nú stæra menn sig tíðum af því að þeir séu van- trúarmenn. í sjálfu sér er það hin mesta hugsunarvilla. Allir trúum við á eitthvað, eða einhverja. Þegar við stígum upp í eitthvert af hinum hraðskreiðu farartækjum nútímans, þá trúum við þeim, sem um stýrið heldur bókstaflega fyrir lífi og limum. Við borðum í þeirri trú að fæðan geymi þau næringarefni sem líkaminn þarfnast. Við sendum börnin og æskulýðinn á skóla í þeirri trú að þau muni hljóta þá fræðslu, sem þeim megi að gagni koma fyrir lífið. Við leitum læknis í þeirri trú, að hann, vegna þekkingar sinnar og reynslu, fái ráðið bót á lasleika okkar og meinsemdum. Menn stofna til hjónabands, stefna sér í skuldir, starfrækja stofnanir og fyrirtæki í trú, og svo mætti lengi telja. Hvar sem litið er, lifum við og hrærumst í trú fremur en þekkingu eða fullvissu um framtíðina. Það virðist því ekki nema sjálfsagt og eðlilegt, að eins og trúin mótar allt hið daglega líf og framferði manna, þá hljóti hún miklu fremur að móta aðstöðu okkar til hinna eilífu verðmæta, þess alls, er snertir upphaf og enda, Guð og mann, lífsins og dauðans djúpin. Þess vegna segir kirkja Krists enn í dag við samtíð sína, eins og Kristur mælti við lærisveinana forðum: Hjarta yðar skelfist ekki, trúðu á föðurinn, trúðu á frelsarann, trúðu á framtíðina, sem liggur fyrir utan skynheim hins daglega lífs. Fyrir nokkru lagði maður nokkur fyrir mig þessa spurningu: Hvað hefir kirkjan upp á að bjóða? Maðurinn bar fram spurningu sína með hæðnissvip, og það var auð- heyrt að hann hafði svarað henni fyrir sjálfan sig á þá leið,

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.