Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1956, Síða 6

Sameiningin - 01.12.1956, Síða 6
52 Sameiningin að hann taldi kirkjuna ekki hafa neitt það upp á að bjóða, sem vert væri um að tala. Auðvitað risti þessi maður ekki mjög djúpt, en þeir eru ærið margir sem busla á sömu grynningunum. Er ég lít til baka yfir þessar yndislegu og ógleymanlegu sólskinsvikur, sem ég hefi dvalið hér á landi í sumar, minnist ég þess hvað kirkja íslands hefir boðið þessari þjóð í þúsund ár. Við vorum minnt á það í Skálholti. Þess verður aftur minnst á Hólum næstu helgi. Nýlega er lokið hinni eftir- minnilegu norrænu prestastefnu, sem sannarlega gaf okkur sem hana sóttum hugmynd um þann boðskap, sem kirkja frændþjóðanna í skandinavisku löndunum hefur boðið og býður upp á í þessum löndum. Það er hreinn og ákveðinn boðskapur. Ég gæti flutt langt mál um það hvað kirkjan hefir gert fyrir íslendinga vestan hafs, hvernig hún varð þeim, bókstaflega talað, eldstólpi um nætur og ský- stólpi um daga á eyðimerkurför þeirra um ókunnar heims- álfur meðal framandi þjóða. Kirkjan hefir gegnt tvöföldu hlutverki þar. Hún hefir staðið vörð um trúarlegan og menn- ingarlegan arf íslendinga, hún hefir um áttatíu ára skeið hvatt íslendinga til að trúa á Guð, og trúa á köllun sína sem menn. íslendingar vestan hafs hafa þjarkað um kirkju- mál, og þá hefir oft sviðið undan boðskap kirkjunnar, en hvergi í heimi hafa íslenzkir menn lagt eins mikið á sig, fórnað jafn miklu fyrir kirkjuna og einmitt þar. Þeir hafa gert þetta vegna þess að kirkjan kom ávalt til þeirra, þegar fór að verða reimt í kringum þá og ljósin tóku að slokkna. Þá kom hún með boðskap Krists um sigurmátt hins góða, þegar veikindi steðjuðu að, vonsvik, elli og þegar dauðann bar að garði, flutti kirkjan þeim þann sama boðskap, sem hún flytur ávalt, þar sem hún er sjálfri sér trú, um Guð föður, frelsarann og föðurhúsin á himnum. Trúðu á Guð. Menn eru sífellt að spyrja: Hvaðan? Hvert? Hversvegna? Svarið við öllum slíkum spurningum er Guð. Guð ræður. Guð ræður öllu vel. Eins og hjörturinn þráir vatnslindir, svo þráir sála mín þig, Ó, Guð. Sýn þú oss föðurinn og það nægir oss. Það er hin eilífa bæn mannsins. Minnstu þess vinur, einkum þegar róðurinn gengur þung- lega og þér finnst dimmt í kringum þig, þú ert ekki einn. Segðu ekki aðeins: Drottinn, nú er dimmt í heimi, heldur einnig: Drottinn, vertu nú hjá mér. Kona ein var að reyna

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.