Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1956, Page 9

Sameiningin - 01.12.1956, Page 9
Sameiningin 55 Fyrstu fjörutíu árin (Úrdráttur úr fundarbókum lúterska safnatSarins í Blaine, Wash.) Eftir MRS. J. J. STRAUMFJÖRÐ Það er upphaf þessarar sögu að sunnudaginn 26. janúar 1913 var auglýstur fundur í I.O.F. samkomuhúsinu hér í Blaine í þeim tilgangi að stofna hér lúterskan söfnuð. Séra Hjörtur Leó, sem þá var staddur hér, og hafði dvalið hér um tíma í þjónustu íslenzka lúterska kirkjufélagsins, var kosinn fundarstjóri, en M. G. Johnson var tilnefndur skrifari. Mr. H. Sigurdson gerði tillögu um að aukalög kirkjufélagsins, sem snerta safnaðarmyndun innan vébanda félagsins skyldu lesin; var þetta gjört og séra Hjörtur útskýrði hinar ýmsu greinar, þar sem þess var óskað, og voru greinar þessar síðan samþykktar. Þá gerði Andrés Daníelsson tillögu um að stofna skyldi lúterskan söfnuð hér í Blaine, Jóhann J. Straumfjörð studdi tillöguna, og var hún samþykkt. Þorlákur Goodman lagði til að söfnuðurinn skyldi nefndur Blaine lúterski söfnuður; Jóhann Straumfjörð studdi þá tillögu og var hún samþykkt. Því næst var kosin safnaðarnefnd og hlutu þessir kosningu: S. J. Johnson, Sigmar Sigurðsson, M. M. Melsted, Bertha Daníelsson og Fríða Sigurðsson. Þá var kosin djáknanefnd og mynduðu hana þau: H. Sigurðsson, Magnús Grandy, J. Olson, Mrs. Thorarinson og Mrs. Josephson. Andrés Daníelsson mæltist til að safnaðarnefndin grenslist eftir hvort söfnuðurinn á Point Roberts, og aðrir söfnuðir á vesturströndinni, myndu vilja taka höndum saman með Blaine söfnuði um að fá séra Hjört Leó til prestsþjónustu. Næsti fundur safnaðarins var haldinn 23. febrúar sama ár. Var þá lagt fram bréf frá Point Roberts, þar sem sú ósk var borin fram að allir söfnuðurnir á ströndinni gætu komið sér saman um prestsþjónustu, og fjármál öll í því sambandi. Var þá gerð tillaga um að senda séra Hirti Leó köllun til prestsskapar, og var hún studd og samþykkt. Séra Hjörtur, sem var viðstaddur á fundi þessum, óskaði eftir samvinnu safnaðar og djáknanefndar um stofnun sunnudagaskóla, og

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.