Sameiningin - 01.12.1956, Page 11
Sameiningin
57
keypt lóð fyrir væntanlega kirkjubyggingu fyrir $225.00,
og fjársöfnunarnefndin teldi starf sitt ganga að óskum.
Á safnaðarfundi 29. marz 1914 gerði byggingarnefndin
þá yfirlýsingu að kirkjan yrði bráðlega samkomuhæf. Fram-
kvæmdarstjórar smíðavinnunnar, þeir J. J. Straumfjörð
og John T. Johnson, sögðu að vísu væri mikið verk enn
óunnið við kirkjuna, en töldu að því mundi samt verða lokið
innan skamms. Magnús Josephson, féhirðir, taldi að nauð-
synlegt fé hefði náðst til byggingarinnar, að undanteknum
$250.00; lagði hann til að söfnuðurinn fái $200.00 að láni frá
lúterska kirkjufélaginu í Winnipeg, rentulaust. Var þetta
ákveðið, og komst í framkvæmd. Safnaðarnefndinni var falið
að sjá um að útvega sæti, orgel og lampa fyrir kirkjuna.
Þá var ákveðið að tryggja bygginguna með $1000.00 elds-
ábyrgð.
Fyrsti september 1914 var minnisstæður dagur í sögu
safnaðarins. Það var vígsludagur kirkjunnar. Athöfnina
framkvæmdi séra Hjörtur, en séra Jónas A. Sigurðsson pré-
dikaði. Einnig var séra Sigurður Ólafsson viðstaddur, og
flutti hann stutt ávarp. Ennfremur voru þar staddir prestar
meþódista og baptista í bænum og fluttu þeir kveðjur. Þessi
athöfn var mjög fjölmenn.
Skömmu síðar sgaði séra Hjörtur söfnuðinum upp þjón-
ustu, en benti á séra Sigurð Ólafsson sem eftirmann sinn.
Séra Hjörtur gat þess í kveðjuræðu sinni til safnaðarins,
að hann hefði komið vestur í þeim tilgangi að stofna söfnuð
og hjálpa til að byggja kirkju. Hvorttveggja væri nú komið
í framkvæmd, og söfnuðurinn vel á vegi staddur fjárhags-
lega. Hann gat þess að litlu skipti hvort hann væri eða færi,
aðalatriðið er að þetta hús, sem við höfum reist hér Guði til
dýrðar, stendur. Hann bað söfnuðinn að reynast séra Sigurði
eins vel og hann hefði reynzt sér, og um fram allt að láta
enga misklíð eða sundrung koma upp í starfinu, en standa
allir saman sem einn maður, — þá mundi Drottinn leggja
blessun sína yfir byggðina og söfnuðinn.
Séra Sigurður var nú prestur okkar um hríð, en þjónaði
einnig á Point Roberts, í Bellingham, Vancouver, Marietta,
Crescent og Seattle. 26. janúar 1919 var nefnd kosin til að
safna fé á ofangreindum stöðum í því skyni að kaupa bíl
fyrir prestinn. Þetta mál fékk góðar undirtektir, og komu
nú í sjóð $608.95, og $36.80 fyrir benzín. Var nú séra Sigurði