Sameiningin - 01.12.1956, Síða 12
58
Sameiningin
afhent gjöfin sem viðurkenning fyrir dygga og góða þjón-
ustu. Þakkaði hann fyrir gjöfina með þeirri einlægni og
hlýleika, sem jafnan hafa einkennt alla framkomu hans.
Þessi gjöf kom sér mjög vel fyrir hann, því að hann hafði
svo stórt starfssvið og mikil ferðalög. Séra Sigurður þjónaði
í allt um 6 ár á þessu svæði. Á þessu tímabili varð hann
íyrir þeirri stóru sorg að missa fyrri konu sína; var honum
vottuð samúð safnaðarmanna í því tilefni. Hann tók síðan
köllun frá Gimli og nágrenni og hvarf austur þangað. Var
hans saknað hér af mörgum.
Lengi vel átti söínuðurinn ekkert hljóðfæri. Fjögur
mismunandi félög áttu orgel sín á milli, og gáfu þau hvert
um sig kirkjunni sinn hluta. Þannig greiddist úr orgelmál-
inu, og hefir hljóðfæri þetta verið notað til skamms tíma,
eða allt fram að þeim tíma að núverandi orgel kirkjunnar
var keypt.
Jón Reykdal, formaður fjársöfnunarnefndar, gerði nú
grein fyrir því að nefnd sinni hefði tekizt að safna nægu fé
til að kaupa sæti í kirkjuna. Kostuðu bekkirnir tilbúnir
$168.25, og' hafa þeir verið notaðir í kirkjunni fram á þennan
dag. Var nefndinni síðan þakkað vel unnið starf. Um svipað
leyti var rafleiðsla sett í kirkjuna, og gaf Thorlakur
Goodman, og fleiri, Ijósatækin.
Það næsta sem fyrir lá var að útvega altari í kirkjuna.
Kvenfélagið „Líkn“, sem hafði verið stofnað 16. júlí 1916
hljóp þar undir bagga, keypti kvenfélagið altarið og lét
setja það þangað sem það stendur nú, en altaristaflan og
skírnarfonturinn er gjöf frá Mrs. Jóhönnu Johnson í
Vancouver.
Nú leið nokkur tími sem söfnuðurinn var prestsþjón-
ustulaus. Á meðan svo stóð á höfðu djáknarnir biblíu-klassa
og veittu sunnudagaskólanum forstöðu. Lét Mrs. María
Benson einkum að sér kveða í þessum efnum, og reyndist
hún söfnuðinum hin mesta hjálparhella.
Um haustið 1923 (20. sept.) kom séra Halldór Johnson
til Blaine sem prestur safnaðarins samkvæmt köllun hans.
Var það fólki mikið gleðiefni að fastur prestur var nú aftur
fenginn. Séra Halldór messaði einnig í Bellingham, Point
Roberts, og í Seattle stöku sinnum. Hann kenndi sunnudaga-
skóla og hafði biblíu-lesflokka, stundum á ensku. Ekki leið
á löngu að einnig þessi prestur missti konu sína, og var