Sameiningin - 01.12.1956, Blaðsíða 18
64
Sameiningin
drifinn og grimmúðlegur á öllum sviðum mannlegs lífs, að
það er engu líkara en þessir áratugir aldarinnar séu sem
steyttur hnefi framan í alla heimsmenninguna, sem að við
vorum svo stoltir af. í ýmsum ríkjum hafa hræðilegar
stofnanir verið skipulagðar til að stjórna fólkinu. Það eitt
að nefna þær veldur kinnroða. Neyð þúsundanna í ánauð
hrópar úr djúpinu . . .
Eden-farganið og Egypfaland
Oft er látið í veðri vaka að enska biskupakirkjan sé
hlýðin og auðsveip ambátt ríkisvaldsins, og að rödd hennar,
þegar hún annars lætur til sín heyra um almenn velferðar-
mál eða þjóðmál, sé eins og bergmál af vilja ríkisstjórnar-
innar. Út af þessu brá þó á dögunum í sambandi við árás
Edens á Egyptaland. Þá lét kirkjan sterkari orð falla en
nokkru sinni fyrr, allt frá dögum Búastríðsins, sem hún
einnig fordæmdi. Fríkirkjurnar á Bretlandseyjum tóku
einnig í sama strenginn, en kváðu sumar enn sterklegar að.
Allar tóku þessar kirkjur undir ummæli erkibiskupsins frá
Kantaraborg, en hann sagði að „samviskur kristinna manna
eru mjög hrærðar og hryggar,“ út af þessum aðförum ríkis-
stjórnarinnar. En eins og við var að búast, komu einnig
fram nokkrar hjáróma raddir, einnig frá kirkjunnar mönn-
um. Erkibiskupinn í York, sem stendur næst Kantaraborgar
biskupi að tign og áliti, lét svo um mælt að það mætti „verja
framkomu stjórnarinnar, ekki síður en framkomu andstöðu-
flokka hennar, af kristilegri sannfæringu." Einn meiri háttar
prófastur krossaði sig á brjóst og brá og stundi svo upp
þessari samlíkingu: „Ef einhver náungi heldur áfram að
klípa mig, sparka í mig og merja mig, ár eftir ár, er það þá
nokkur furða þó að mér renni í skap, að ég snúi mér við og
slái hann?“
Honum hugkvæmdist ekki að það væri kannske hægt að
færa sig fjær þessari hvimleiðu hjásvæfu. Líklega fær þessi
klerkur, og þeir sem líkt mæla, að komast inn í aldingarðinn
hjá Eden.
_______________•________________