Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1956, Qupperneq 19

Sameiningin - 01.12.1956, Qupperneq 19
Sameiningin 65 Sigurður Júiíus Jóhannesson F. 9. jan. 1868 — D. 12. maí 1956 Kveðjumál 1‘lutt 15. maí 1956 Kæru kristnu vinir: Vér eigum hér samfund til þess að veita þessum framliðna bróður, Sigurði Júlíusi Jóhannessyni, þá hina síðustu þjónustu, að mæla yfir honum nokkur kveðjuorð, og leggja síðan lík hans í gröfina, hinzta geymslustað dauðlegra leyfa framliðinna, þar sem þær verða að moldu. En vér minnumst þess einnig, að andinn fer til Guðs, sem gaf hann. Ekki mun til þess ætlast að vér dveljumst lengi á þessum stað í dag. Ekki gerist þess þá heldur þörf að hér sé fjölyrt um ævi og störf þessa manns. íslendingum beggja megin hafsins er sú saga löngu kunn. En óviðeigandi myndi mörgum þykja það, ef vér gengjum þegjandi héðan út í dag, án þess að þakka honum fyrir samfylgdina og hin margvíslegu störf, sem hann hefir leyst af hendi á meðal vor. í einu bréfa sinna talar Páll postuli um „læknirinn elskaða,“ og á hann þar við samverkamann sinn að boðun fagnaðarerindisins, Lúkas, sem eins og kunnugt er, var læknir að menntun. Ég hygg að það sé ekki ofmælt, að í meðvitund fjölda manns, einkum hinna eldri íslendinga hér í borginni, var dr. Sigurður „læknirinn elskaði." Um 30 ára skeið gekk hann um götur og stræti þessarar borgar til að líkna og lækna. Þegar kallið kom frá einhverjum sem þurfti á þjónustu hans að halda, var aldrei að því spurt hvort

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.