Sameiningin - 01.12.1956, Blaðsíða 21
Sameiningin
67
Islandi og hér vestra; hann er svarinn fjandmaður Bakkusar,
hann berst á móti hernaðarbrjálæði samtíðar sinnar, hann
stuðlar að jafnaðarmennsku og kvenréttindum. Hann var
oft einn úti á bersvæði með skoðanir sínar, og það næddu
um hann kaldir stormar. En hann lét það alls ekki á sig fá,
og sló hvergi undan. Hann var flugmælskur og svo tann-
hvass, að mörgum þótti nóg um, hvort heldur hann flutti
opinberar ræður eða hélt á penna. Hann var eldheitur um-
bóta- og siðbótamaður. Hann skirrðist ekki við að leggja
atvinnu sína og fjárhagslegar framtíðarhorfur á fórnar-
stallinn, ef því var að skipta. Vafalaust verður lengi um það
deilt hvort skoðanir hans og stefnur hafi verið heppilegar
á hverjum tíma, og hvort hann hafi beitt nægilegri dóm-
greind og gagnrýni í þeim málum, sem hann tók að sér.
En hitt duldist engum, að hér fór göfuglyndur maður og
velviljaður hugsjónamaður. Ekki taldi hann sig mikinn trú-
mann á kirkjulega eða kristilega vísu. En það sem hann
GERÐI hrópaði svo hátt, að það var örðugt að heyra hvað
hann SAGÐI í þeim efnum. Bæði skáldskapur hans og mann-
kærleiksverk bera trúarkennd hans ákveðið og öflugt vitni.
Eða hvar er hægt að finna fegurri trúarjátningu en þessa:
„Ef ég gæti gleðirós
grætt á lífsins hjarni,
eða tendrað lítið ljós
að lýsa viltu barni. —
Eða vakið öðrum hjá
ást til bræðra sinna,
kjarna hlotið hef ég þá
hjartans óska minna.“
En Sigurður var fyrst og síðast læknir. Hann var læknir
að upplagi, að menntun og ævistarfi. Er ég staðhæfi að hann
var læknir að upplagi á ég við það að hann þráði að lækna
mannlífsmeinin, ekki síður en mein einstakra manna.
Hann langaði til að hleypa út úr kýlum, og græða fúasár á
líkama mannfélagsins. Eins og oft vill verða með hugsjóna-
menn, urðu það honum sár vonbrigði, er hann varð þess
vísari að menn kusu miklu heldur að halda áfram að ganga
með þessi kaun, en að láta hrófla við þeim. Hann langaði til
að framkvæma kraftaverk, en varð það brátt ljóst að sam-