Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1956, Síða 25

Sameiningin - 01.12.1956, Síða 25
Sameiningin 71 Dr Theol. Sigurgeir Sigurðsson biskup Biskupinn dáinn; brostið göfugt hjarta, boðskapur harmsár íslands þjóð er fluttur. Hylur nú moldin höfðingssvipinn bjarta. Haustið er komið, sumartíminn stuttur. Frosthríðin blómin föl að grundu lagði: fegursta stórtréð hné á augabragði. Biskupinn hniginn, horfinn burt frá starfi hann sem í verki bar af flestum mönnum. Skilað nú hefur ævidagsins arfi íslenzkri þjóð svo verði að notum sönnum. Dáðríku starfi alla tíð hann unni, unna sér hvíldar fram að dauða’ ei kunni. Biskupinn látinn. Hnípin heilög móðir, höfðingjann góða syrgir íslands kirkja. Prestum og leikum var sem vænsti bróðir, víngarð sjálfs Drottins snemma tók að yrkja. Upplyftum höndum blessa, vígja, biðja — biskupsins fyrsta og síðasta var iðja. Biskupinn lifir. Lifir sál hjá Drottni. Lifandi Kristur frelsar þá, sem trúa. Orðin hans lifa eins þó jarðlíf þrotni, áminning helgri til vor jafnan snúa. „íslenzka þjóð, þigg eilíft náðarborðið. íslenzka kirkja, boða lífsins orðið.“ —Magnús Guðmundsson _______________•_______________ Beiur má, ef duga skal Fyrir nokkru síðan var öllum lesendum „Sam.“ skrifað og skýrt frá fjárhagsástæðum blaðsins, og þeir beðnir að hlaupa undir bagga. Margir hafa brugðist vel við, og sent blaðinu peninga. En betur má, ef duga skal. Það er blátt áfram fjarstæða að reyna að gefa út ársfjórðungsrit fyrir einn dollar með núverandi peningagildi og verðlagi. Þökk sé þeim, sem þegar hafa hjálpað þeessu gamla, góða blaði. En eru ekki fleiri sem vilja greiða atkvæði með framtíð þess?

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.