Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1956, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.12.1956, Blaðsíða 26
72 Sameiningin Tuttugasti og þriðji sálmur færður í l.jóð eftir ASGEIR MAGNÚSSON l'rá Ægissíðu Hinn eilífi er minn hirðir, og engan hlut brestur lengur. í haglendum má ég hvílast, þar hnígur lind mér til yndis. Hann leiðir mig vizku vegu, og veigar hans önd mín teigar. Hann lætur mig næðis njóta, um nafn hans minn óður safnist. Og þó að í dali dimmi, er dauða né sótt að óttast. Þú vísar mér veg til lífsins, þín valdstákn um aldir standa. Þú hleður mitt háborð vistum, í hatursmanns grennd ég matast. Minn bikar er barmafullur, þú baðar minn hvirfil smyrslum. Svo gengis ég nýt og gnótta, og gæfan er mín um ævi. Og ég mun um aldur langan þitt eigið hús gista mega. SÁLMUR 23 er af þeirri tegund skáldskapar, sem nefnist — jafnt ljóðlist eem tónlist — pastórala. ít. pastorale, hagaljóS — hiröisljó'ð. Eat. pastura—pastor, hagi—hirðir. Sálmur þessi er a'8 fornu og nýju mest dáður allra sálma af semítiskum eða vestrænum uppruna. Og sennilega er ekki ofmælt, að han nsé allra frægasta pastórali veraidar. Ekki er ágæti sálmsins fólgiS í formi hans, þvl hann er á mörkum bundins og óbundins máis. Gildir baS jafnt um hátt og rúm. En yfir efni sálmsins hvila einhverjir þeir töfrar, sem örSugt er aS lýsa og menn gera fremur aS skynja en skilja. Merkar biblíuþýSingar vikja lítiS eitt frá orSum textans, en einungis til þess, aS þýSingin falli aS tungu og talsháttum þeirrar þjó'ðar, sem hlut á aS máli. Svo er og gert í þessari þýSingu Á. M.-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.