Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1957, Page 14

Sameiningin - 01.12.1957, Page 14
12 Sameiningin fallnir í val og hvíla í hinum fagra grafreit byggðarinnar. Tveir piltarnir úr fyrsta fermingarhópi, einnig ein stúlkn- anna, dóu á unga aldri. Einn piltur flutti í burtu, en þrjú af Thorsteinssons-systkinunum: Mrs. Rúna Thordarson, og bræðurnir, Gunnlaugur og Jónas, hafa öll, ásamt ástvinum sínum verið leiðandi í söfnuðinum og á allan hátt stutt að vexti og viðgangi hans, ásamt öðru íslenzku fólki, og fólki af öðrum en íslenzkum ættstofni, er gerzt hafa meðlimir og unnendur Þrenningar-safnaðar; en byggðin er afskekkt, um- kringd af Canada (British Columbia), en er í Whatcom County í Washington-ríki. Endurminningin um fyrsta fermingar-ungmennahópinn á Pt. Roberts minnir mig á samstarf mitt með frú Gróu, sem fyrr er að vikið, og Kolbeini manni hennar, sem urðu mér ógleymanlegt samverkafólk í Sunnudagaskólastarfi, og öllu safnaðarstarfi í Þrenningar-söfnuði þau rúm 6 ár, sem ég starfaði þar. Bæði voru þau full af áhuga fyrir andlegu starfi, prýðilegum gáfum gædd, praktísk og affarasæl. Varð kynning mín við þau mér til mikillar blessunar. Það mun hafa verið árið 1923 að Mr. Sæmundsson hóf nám á lúterska prestaskólanum, er fluttur hafði verið frá Portland, Oregon, til Seattle. Hann stundaði nám sitt af mikilli prýði, og lauk prófi 1927, og var þá vígður um vorið á kirkjuþingi voru í Winnipeg. Um eins árs bil þjónaði hann íslenzka söfnuðinum í Seattle, en næsta ár hóf hann þjónustu í U.L.C.A. Mission í suðvesturhluta Seattle-borgar, sem nú er voldugur söfnuður, og séra Kolbeinn enn þjónar. Stóra og fagra kirkju hefir söfnuðurinn byggt í starfstíð hans. Við hlið manns síns stóð frú Gróa með mikilli prýði, jafnt á erfiðum námsárum sem í hans affarasæla og sigrandi prestsstarfi. Hennar fjölþættu hæfileikar nutu sín vel í umfangsmiklu prestskonustarfi. Börn þeirra eru öll vel gefið merkisfólk og einn sona þeirra afburða námsmaður- Stór harmur var að öllum ástvinum frú Gróu kveðinn við fráfall hennar, á bezta aldri; fagurt ævistarf hafði hún af hendi leyst. Ágætt ævistarf hefir séra Kolbeinn af hendi leyst, og með afbrigðum affarasælt, studdur nú af hugljúfri konu, er hann kvæntist fyrir nokkr- um árum síðan. —S. ÓLAFSSON

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.