Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1957, Síða 16

Sameiningin - 01.12.1957, Síða 16
14 Sameiningin Af þessum 38 manna hóp fullorðinna, eru nú aðeins tveir á lífi, Óli Anderson, og Óli Oliver. Innan mánaðar frá stofndegi, eða 24. nóv. 1907 kom söfnuðurinn saman í spánýrri og fagurri kirkju, og fór þá vígsla kirkjunnar fram. Mun slíkur hraði næstum einsdæmi í allri kirkjusögu Vestur-íslendinga. En auðvitað voru sér- stakar ástæður til þessa. Allmargir fundir höfðu verið haldnir um haustið 1906 til að athuga hvort ráðlegt væri fyrir lúterska fslendinga í Baldur að byggja kirkju, og á annan jóladag 1906 var gerð einróma samþykkt um að byggja kirkjuna, og að hefjast þegar handa um fjársöfnun. Þegar söfnuðurinn var formlega myndaður, 30. okt., 1907, eins og fyrr segir, var kirkjubyggingunni næstum lokið. Tilkostnaður við kirkjubygginguna var $3,609.41. Á vígslu- degi kirkjunnar var hún í $1,379-96 skuld, en sú skuld var greidd að fullu á fimm árum. Þeir Kristján Johnson, Kristján Benediktsson, Sigurjón Kristófersson, Jósef Davíðsson, Björn Jósefsson og Antonius fsberg skipuðu byggingar- nefndina. Söfnuðurinn telur nú 110 meðlimi, 70 fullorðna og 40 börn. Safnaðarnefndin er nú skipuð þessum: S. A. Anderson, E. A. Anderson, Ágúst Johnson, K. S. Johnson, og ungfrú Sínu Gunnlaugsson. Frelsarinn og friðarhorfurnar Það er talið svo, að vér lifum á friðartímum, en að sá friður er ótryggur, er öllum ljóst. Heimurinn virðist vera skiptur í tvær ógurlegar herbúðir. Hjörtu mannanna eru köld, hugurinn tortryggur, og ótal árekstrar bera við daglega, og enginn er öruggur um að neistaflugið verði ekki að báli sem brenni allt í rústir þegar minnst varir- Þó er svo fyrir að þakka, að menn fara nú gætilegar en oft fyrr, og að einlæg löngun virðist ríkja hjá leiðtogum þjóðanna um varanlegan frið. En því miður kemur sú gætni ekki til af góðu, heldur af hraeðslunni einni.. Mönnum eru ógnir heims- styrjaldanna tveggja enn í of fersku minni til þess að þeir vilji óðfúsir leggja út í nýtt stríð, með því líka að vitað er, að með þeirri tækni, sem nú er til komin, er ekki líklegt

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.