Sameiningin - 01.12.1957, Page 17
Sameiningin
15
að í næstu styrjöld standi neinn uppi sem sigurvegari. Fyrir
nokkrum árum var það haft eftir Churchill, að hann teldi
kjarnsprengjuna eina helztu trygginguna fyrir heimsfriðn-
um. En svo brást nú það krosstré sem önnur tré, er vitað
varð að hinn væntanlegi óvinur hafði einnig uppgötvað
þann leyndardóm, og lagði nú allt kapp á framleiðslu slíkra
vopna. Og nú hefir hann tekið undir sig svo mikið vísinda-
legt stökk, að allur heimur stendur á öndinni af undrun og
kvíða. Hvað gott sem kann síðar að leiða af þessum síðustu
sigrum tækninnar, þá er það ljóst, að hér er ekki stefnt í
friðarátt á heilbrigðum grundvelli. Hér eru aðeins nýjar
ógnanir á ferð. Menn hafa sigrað fjarlægðirnar, boðið fjöll-
unum byrginn, brúað elfur og úthöf, og eru nú ef til vill um
það bil að sigra gufuhvolfið og þyngdarlögmálið, en að
hvaða gagni kemur þetta allt fyrir farsæld og frið á jörðu á
meðan mannshjartað er svikult og spillt? Hræðslan gerir
engan góðan, hvorki einstaklinga né þjóðir. Ekki er almenn
menntun þess heldur umkomin að skapa frið á jörðu, eins og
öllum ætti að vera Ijóst, er þess minnast, að það eru jafnan
hinar mestu menningarþjóðir veraldarinnar, sem standa í
blóðugum stríðum. Það er engu líkara en að mannlegt
hyggjuvit, frásneitt öllu siðgæði, sitji upp í musterisbust
menningarinnar, eins og sjálfur Satan forðum, og segi við
þjóðirnar, sem nú hervæðast óðum með hraðvirkari dráps-
vélum en nokkru sinni: Allt þetta, heimsins gögn og gæði,
vil ég gefa þér ef þú fellur fram, og tilbiður mig. Og svo
gefur hann sína venjulegu uppskeru, ef ekki er spyrnt við í
tíma: blóð, eld og eyðileggingu.
Kristur grét yfir Jerúsalem forðum, vegna þess að íbúar
hennar þekktu ekki sinn vitjunartíma. Mundi hann ekki
gráta yfir fávizku og fláttskap manna nú? Nú standa jól
fyrir dyrum á ný- Er það aðeins tilviljun að svo skammt er
á milli vopnahlésdagsins og fæðingarhátíðar
frelsarans? Hann kom til þess að f r e 1 s a menn frá
óttanum og til þess að semja frið. í boðskap sínum hefir
kirkjan jafnan lagt megináherzlu á það, að Kristur hafi
komið, og sé í heiminn kominn, til þess að frelsa mennina
frá óttanum við dauðann, með kenningu sinni og upprisu,
og til þess að semja frið milli Guðs og manna með frið-
þægingardauða sínum á krossinum. En hinu má þó ekki
gleyma, sem er kjarni þess máls, sem hér um ræðir, að hann