Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1958, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.03.1958, Blaðsíða 4
2 Sameiningin storminn, eru sem rykið undir fótum hans. En það er farið að koma í Ijós, hversu ótalmargt hið fúna og feiskna í mann* íélaginu hefir fallið og nú er að feykjast burt fyrir stormin- um mikla, og þegar loftið verður aftur heiðskírt mun sjást, hversu raunar er kominn nýr himinn og ný jörð. En það er ekki oss mönnunum að þakka, sem með syndum vorum og eigingirni höfðum leitt yfir oss það ástand, sem svo var spillt og illt, að afmá varð með slíkum fellibyl og stormviðri. En það er Guði að þakka, sem lætur stormbylinn framkvæma orð sitt. Og það fyrirheit höfum vér, að á eftir storminum komi logn, því eins og segir í sálmi Davíðs (167): „Hann breytti stormviðrinu í blíðu, svo að bylgjur hafsins urðu hljóðar.“ Stormarnir og stríðið eru gefin til þess, að herða oss, gera oss lífhæf nú og til eilífðar. Sá maður, sem reyndur er í stormum lífsins, vex stórum í stormviðrinu, þ. e. a. s. ef hann hefir verið með Guði í storminum og Guð með honum. En stormana þolir enginn, nema sá sem treystir Guði og heyir stríðið við stormana í Jesú nafni. Og það er einmitt í stormunum, að trúin styrkist, verður máttug, voldug, karlmannleg trú. Oss hættir einatt við, að fara með trú vora eins og væri hún einhver vesalingur og' beita henni aldrei öðruvísi en hálf kjökrandi. Vér þurfum stormanna með. Strengir sálna vorra og manngildis eru slappir og óþandir. — Þér hafið séð hljóm- meistara strengja strengi fiðlunnar — einkum nýja strengi og óreynda. Hann þenur strengina fast, snertir hljómlykilinn á slaghörpunni til samanburðar, og hættir ekki að þenja strengina fyrr en þeir samstilla slaghörpunni- Þá fyrst dregur listamaðurinn bogann um strengina og fiðlan ómar og veinar, hlær og grætur í höndum meistarans eins og mannssál, sem titrar af tignustu kenndum. Það var eitt kvöld, er Ole Bull lék á fiðlu sína í Boston. Hinn mikli salur skalf fyrir lófaklappi aðdáandi mannfjöld- ans. Ole Bull hóf fiðlu sína svo hátt á loft sem armur hans náði og hrópaði: „Það er hún, það er hún, það eru stormar þúsund ára, sem tira á strengjum hennar.“ Vér verðum að leyfa Meistara tilverunnar að þenja strengi sálna vorra, þó að það kunni að vera sárt. Vér megum ekki annað vilja en að strengir lífs vors séu samstilltir slaghörpu Guðs, og enginn sársauki má standa í vegi fyrir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.