Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1958, Side 7

Sameiningin - 01.03.1958, Side 7
Sameiningin 5 1.87,6. að haldið var ,í nýjan leiðapgur áleiðis.,.til „Minneota í Lyori County í IMinriesota. Þar var íslenzk byggð þá að myndast. Þar var dvaíið í fjögur ár. 'Frá þeim árum voru fyrstu endurminningar Jóns, sem honum voru mjög hug- Ijúfar. Það er eftirtektarvert að unglingar sem ólust upp á frumbýlingsárunum áttu yfirleitt bjartar endufminningar. Menn lifðu og störfuðu í öruggri von um betri dag fram- undan, og það, samfara nægjusemi og heilbrigðri lífsgleði, skapaði ungum og eldri bjart viðhorf, sem var fjarri öllu víli. Erfiðleikar urðu þrep til framfara. Jón var sjö ára gamall þegar fjölskyldan flutti til Norður-Dakota vorið 1880. Land var numið þar sem nú er Garðarbyggð. Upp frá því átti hann heimili á þeim stöðvum alla æfi, óx upp svo að segja með byggðinni. Þar átti líf hans rætur og þar lagði hann fram krafta sína um langa æfi. Fyrstu endurminningar mínar um hann eru að hann var kátur og lífsglaður unglingur, sem var hrókur alls fagnaðar hvar sem leið hans lá. Alla æfi eimdi af þeim anda- Tækifæri virtust fá til að afla sér undirbúnings undir lífið, en furðanlega var unnið úr því sem var fyrir hendi. Alþýðuskólinn í byggðinni var þéttsetinn að jafnaði af allt að 80 nemendum, og kennari aðeins einn. Undir atvikum komið hve mikið var borið úr býtum nema í sérstökum tilfellum. Margir báru meira af borði en von var til. Svo að segja frá byrjun var íslenzkt lestrarfélag í sveitinni, sem kom til mikilla afnota. Að fá bók til lesturs var fengur en ekki skólabyrði. Ritað blað átti hringferð um heimilin á fyrstu árum og hrærði hugina. Um eitt skeið var öflugt málfundafélag í algleymingi, sem bar nafnið Gjallandi. Iðkaði það kappræður og átti á að skipa furðu mörgum orð- snillingum, er létu til sín taka. Má þar til nefna, meðal annara, Helga Stefánsson, bróður Þorgils Gjallanda, og Stefán S. Einarsson, sem seinna átti ríka hlutdeild í félags- lífi í Mouse River byggðinni íslenzku- Ungir menn vöndust þannig að koma fyrir sig orði, taka afstöðu í málum og beita sér eftir getu. Jón tók þátt í þessu og hafði mikla ánægju af og' einnig gagn. Marga agnúa má eflaust finna á öllu þessu, en merkilega var það affarasælt í að vekja hug- ina og þroska. 1 þessu sambandi ber ekki sízt að nefna, að um þetta skeið átti byggðin tilþrifamikinn prest, þar sem séra Friðrik J. Bergman var, sem bæði í stólræðum og við

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.