Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1958, Síða 9

Sameiningin - 01.03.1958, Síða 9
Sameiningin 7 ins og lagði í hvívetna mikinn skerf til kristilegra og' menn- ingarlegra velferðarmála. Enginn kunni betur að meta yfir- burði hennar og ágæti en lífsförunautur hennar- Þau Jón og Kirstín eignuðust þrjá mannvænlega syni: Jón Hermann (f. 4. nóv. 1916), efnafræðingur í þjónustu Bandaríkjastjórnar við háskólann í Suður-California; Brandur Theódór (f. 20. janúar, 1918)’ sem lézt í flugslysi (20. des. 1942) við nám á ríkisháskólanum í Norður-Dakota, glæsilegur efnismaður; og' Marinó Magnús, vel menntaður og í miklum metum, og stundar bú á föðurleifð sinni. Jón tók mikinn þátt í opinberum málum. Árið 1908 var hann kosinn í sveitarstjórn (County Commissioner). Var endurkosinn og skipaði þá stöðu í átta ár samfleytt. Á þeim árum varð sú breyting að stjórnarsetur sveitarinnar (County Seat) var flutt frá Pembina til Cavalier og nýtt ráðhús byggt á síðari staðnum- Þessu fylgdi mikið verk og vandasamt, sem fékk almenna viðurkenningu að vera leyst af hendi af mikilli prýði. Að þessu loknu hlóðust á hann margbreytt störf í sambandi við heimsstyrjöldina fyrri, er þá stóð yfir. Hann var umsjónarmaður yfir sölu stríðsskuldabréfa lands- stjórnarinnar í Garðarbyggð, veitti forstöðu deild Rauða Krossins þar, annaðist fjársöfnun til líknarstarfs o. fl. Hann gat aldrei hafnað þeirri kvöð að sinna almennum velferðar- málum. Um þetta leyti var mikið umrót í stjórnmálum í Norður- Dakota og mikið kapp í kosningum. Var þá leitað til Jóns að sækja um þingmennsku í Pembina héraði fyrir hönd þeirra, er stóðu á öndverðum meið við hið svokallaða “Nonpartisan League,” sem þá var í miklum uppgangi. íhaldssamir og gætnir menn stóðu þar að málum, og náði Jón kosningu hvað eftir annað. Átti hann sæti á ríkisþing- inu í tólf ár, eða lengur en nokkur annar íslendingur fram að þeim tíma. Hann hlaut viðurkenningu bæði flokksbræðra sinna og andstæðinga fyrir framkomu sína á þingi- Tvívegis var hann kosinn formaður þingflokks síns, er á þing kom, og var það í fyrsta sinn að nokkur naut endurkosningar í þann sess. Það var viðurkennt að hann bæri hreinan skjöld í ailri viðureign mála, væri ötull og ráðagóður starfsmaður í nefndum og á þingi, án óþarfa málæðis. — í tveimur mál- um er snertu ísland átti hann þarfa hlutdeild. Þegar ákveðið var með lögum 1927 að 12. október skyldi haldinn sem

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.