Sameiningin - 01.03.1958, Page 11
.Sameiningin
. 9
þögul undiralda hinna fjölmörgu, er áttu þeim gott upp að
unna og telja það gæfu að hafa orðið á vegi þeirra.
Ég bar gæfu til þess að géta verið nokkra daga með
þeim Jóni og Kirstínu í juní 1957- Sjúkdómsstríð hans var
þá byrjað fyrir nokkru, þó í bili væri vægðarfullt hlé.
Hann vissi vel að hverju stefndi og átti í því sambandi
fuilkomna ró. Orð hans við Ásmund biskup Guðmundsson,
er hann léit inn til hans á spítala í Cavalier nokkru seinna,
lýsa hugarástandi hans mæta vel: ,,Ég er hættulega veikur,
en mér líður vel.“ Undir niðri var djúpur friður.
Hinn ungi lífsglaði drengur átti langa sögu. Ýmsir
þættir fléttuðust inn í og viðhorf lífsins tók breytingum.
Þekking á lífinu og kjörum þess færði honum sífellt dýpri
samhyggð með öllu er beygir mennina. Honum var ómögu-
legt að einangra sig frá því sem hvíldi á öðrum. Stundum
þjakaði það svo að honum í bili, að það skyggði á þá björtu
lífsgleði, er átti djúpar rætur í fari hans, en undir niðri lýsti
af lífsskoðun, sem ekki lét bugast. Fyrir honum var dauðinn
aðeins viðburður í lífinu og framundan björt lífsvon hinnar
kristnu trúar.
Vel er mér ljóst, að ég er að minnast bróður og að til-
finningar mínar líta allt viðhorfið ljósum bjarma. En sam-
hliða því veit ég að kærleikur og velvild þurfa ekki að
skyggja á rétt mat á lífi annara, heldur geta verið lykill að
því að geta metið og notið hins bezta og verðmætasta í fari
þeirra. í þeim anda minnist ég bróður míns og þess er hann
var mér í gegnum lífið-
Ég hefi alltaf átt þá tilfinningu að heimili Jóns og
Kirstínar væri mér heimahagar. Þar hafa ætíð staðið opnar
dyr hlýleiks og kærleika. Að koma til þeirra var að koma
heim til æskustöðva og alls sem gerir lífið dýrmætt og
unaðslegt. Það er gott að hugsa um það heimili nú í höndum
Magnúsar sonar þeirra og hans ágætu konu, Lois.
K. K. Ólafsson