Sameiningin - 01.03.1958, Side 16
14
Sameiningin
99% ítala eru taldir rómversk-kaþólskir, en mörgum
þeirra finnst nóg um aðgerðir þessarar kirkjudeildar í al-
mennum landsmálum.
Þessi deila um guðslög og landslög er gamalkunnug
þeim er lesið hafa sögu Islands á miðöldum, einkum af
Staðamálum, svonefndum, og deilum Árna biskups Þorláks-
sonar við konungsvaldið. Á alþingi árið 1253 var það sam-
þykkt, að þar sem guðslög og landslög greini á, skuli guðslög
ráða. Var það mjög í anda kaþólsku kirkjunnar, sem um það
bil, og lengi síðan, réð lögum og lofum á íslandi. En það er
löngu liðin saga, sem betur fer, að því er snertir þjóð vora.
☆ ☆ ☆
Niemöller íapar fylgi
Dr. Martin Niemöller, fyrrum kafbátsforingi úr keisara-
liðinu þýzka, varð heimskunnur maður í síðara heimsstríð-
inu fyrir að standa uppi í hárinu á Hitler, en einkum þó
fyrir það að þola 10 ára fangelsisvist fyrir dirfsku sína.
Var hann um skeið eins konar þjóðhetja hjá Þjóðverjum, og
í miklu álitli víða um lönd. Nú í seinni tíð hefir hann tapað
almenningsfylgi vegna tillátssemi sinnar við Rússa. Hann
er, að sögn, í mklu afhaldi austan járntjalds, en í Vestur-
Þýzkalandi hefir hann lítil áhrif. Nýlega náði hann kosningu,
með eins atkvæðis mun, sem forstöðumaður kirkjunnar í
héruðunum Hesse og Nasseau.
☆ ☆ ☆
Eru Uniiarar krisfnir?
Sjálfsagt fer svarið við þeirri spurningu mjög eftir
því hvernig menn skilgreina hugtakið „kristinn“ maður.
Aftur og aftur hefir þessi spurning verið borin fram af þeim
sem ekki eru meðlimir þessa félagsskapar; þannig, eða á þá
leið fórust séra Ralph Stutzman, presti All Souls Unitarian
kirkjunnar í Washington, D.C., orð nýlega í ræðu, samkvæmt
blaðafregnum, sem hafa vakið töluverða athygli víðsvegar:
„Satt er það,“ er haft eftir presti þessum, „að vér unitarar
eigum uppruna okkar í hinni kristilegu menningu, eða í arf-
leifð kirkjunnar. En ég hygg, að nú sé tími til þess kominn að
horfast í augu við þá staðreynd að vér höfum vaxið upp úr
þessu,“ (that we have come out). Síðan lýsti Stutzman prestur