Sameiningin - 01.11.1947, Blaðsíða 5
Sameiningin
161
um hátíðlegu tímamótum, og árnar þjóðkirkju íslands bless-
unar algóðs Guðs í boðun fagnaðarerindis sigurherrans
Jesú Krists. Úr kirkjublaðinu 13. okt. 1947, nokkuð stytt.
Vetrarkoman og
verndin
Eftir séra
H. Sigmar
Kominn er veturinn. Kærasti faðir á hæðum;
Kvíða vér mættum ef ei undir vernd þinni stæðum.
Hvað erum vér?
Hjálpræði vort er hjá þér,
Öllum sem útbýtir gæðum.
Gjör við oss, faðir, sem gæska þín hollast oss metur,
Gef oss upp sakir og hjálpa oss að þóknast þér betur.
Að þér oss tak,
Yfir oss hverja stund vak;
Blessa hinn byrjaða vetur.
Vetrarkoman stendur nú fyrir dyrum. Að sönnu er vetrar-
ríkið ekki mikið hér, en það er þó að koma vetur samkvæmt
tímatalinu. Dagarnir eru mjög að styttast, og myrkrið í
ríki náttúrunnar er að sama skapi að aukast. — Mikil
blessun er oss það þá að leyfa náðarljósinu og lífsljósinu
frá Guði, að skína hindrunarlaust inn í vorar sálir, svo að
mér fáum sem allra bezt varðveitt hjá oss trúna og kærleik-
ann, þó dagar séu sutttir, en myrkrið mikið.
Minnast skulum vér þess að vetrarríkið verður miklu
meira á ýmsum stöðum álfu vorrar en hér við hið Kyrra
haf. Það verður stundum frost á fróni, þó að það sé of sög-
um sagt að blóð frjósi í æðum! En það er föst regla og óbif-
anleg, þar sem vetrarríkið er mikið, að safna á að sumrinu til
vetrarins. Menn safna matvælum og eldsneyti með fleiru,
sem fólkið þarfnast til þess að geta mætt næðingum vetrar-
ins kvíðalaust. Þessi sífeldi viðbúnaður vegna vetrarins er
óhjákvæmilegur. Guði sé lof að þess er kostur hér í álfu að
safna til vetrarins, og að þessi viðbúnaður vegna vetrarins
getur farið fram með vongleði og án kvíða, af því nægtir