Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1947, Qupperneq 7

Sameiningin - 01.11.1947, Qupperneq 7
Sameiningin 163 Þær þurfa að vera þess megnugar að efla og auka hjá oss gott innræti, og gjöra oss að kristnari mönnum, sem, meðal annars, finna fögnuð og gleði í því að leðibeina þeim, sem eru staddir á hættu vegi, og líkna þeim sem eiga við eymd og bágindi að stríða. Við gætum og notað sumar þær frístundir til kyrrlátrar umhugsunar um dáðir og dýrð Drottins. Þá ber oss að hugsa um hann sem gjafarann allra góðra og dýrmætra gjafa. — Hugsunin ætti að efla hjá oss þakklætið, og leiða oss ómót- stæðilega inn á leiðir guðs dýrkunar, lofgjörðar og tilbeiðslu. Og þó unnt sé að iðka það í einrúmi, mun hjá oss þroskast og eflast sú löngun að leita til guðs-húss, til þess þar að sameina hjörtu vor öðrum í þeirri guðsdýrkun. Vér getum og notað nokkuð af þeim frístundum til auk- innar bænrækni og beinnrar bænariðju. Jafnvel þó vér reynum að láta engann dag líða svo hjá að vér ekki ein- hvern tíma, snúum huga og' hjarta til Drottins, þá er bæn- rækni vor sjaldnast nógu mikil: Að, biðja sem mér bæri, Mig brestur stórum á. Minn herra Kristur kæri, Æ, kenn mér íþrótt þá. Gef, yndi mitt og iðja Það alla daga sé, Með bljúgum hug að biðja Sem barn við föður kné. Gott er það vissulega að nota kyrrlátar stunair vetrarins, til sérstakrar og aukinnar bænrækni. Það eflir trúna og eykur kærleikann. Það hjálpar til að útrýma því öllu sem snýr oss burt frá Guði. Tak alt það, Drottinn minn, frá mér, sem mér kann snúa burt frá þér, svo okkur enginn skilji; En gef mér aftur, Guð minn það, sem getur mér þér snúið að; Gef vilja þinn ég vilji. Guð minn, Guð minn. Verndin þín sé vörnin mín á vegferðinni, Aldrei, Drottinn lof þitt linni.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.