Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1947, Side 8

Sameiningin - 01.11.1947, Side 8
164 'S A M E I N I N O I N Það var á sunnudegi árið 1940, suður í Louisville í Ken- tucky, að verzlunarmaður þar í borginni fór til kirkju. Venju- lega þykir slíkt ekki sæta stórtíðindum, en þessi kirkjuför hafði þó afleiðingar, sem eftirtekt hafa vakið all-víða hér í landi. Maðurinn hét George Stoll. Hann heyrði þrumandi ræðu hjá presti, verkahvöt til leikmanna: nú þyrftu þeir, sagði hann að hefjast handa, sýna dug ai sér; gjöra brautir guðs- ríkis beinar í gegnum syndaöræfi þessa heims. Ræðan var líklega eins og oft kemur fyrir, auðug að áeggjan en fátæk að ráðum. Stoll kaupmaður fór hugsandi frá lestri þeim. Og hálf-gramur. Svona væru þessir prestar, hugsaði hann, alltaf að hvetja menn til umbóta, en sögðu aldrei hvar eða hvernig vinna skyldi. En þá var eins og sagt væri við hann: “Hefir þú ekki verksvit? Þegar þú vinnur í sjálfs þíns hag, þá þarf ekki að segja þér fyrir verkum; þú finnur tækifærin og hugsar upp aðferðirnar sjálfur. Getur þú ekki verið eins framtakssamur í þarfir guðs ríkis?’ Stoll sá undir eins að þetta var alveg rétt. Alt í kringum hann voru tækifærin. Hann þurfti ekki annað en að litast um, velja sér verkefni og taka til starfs. Ekki stóð á tækifærinu. Almennar stofnanir ýmsar í Lou- isville og víðar um ríkið, höfðu ekki sem best orð á sér, fangelsi, barnaheimili, betrunarhús, heilbrigðisstofnanir, geðveikrahæli og fleiri slíkar. Á því sviði var nóg að starfa. En auðvitað gat hann litlu til leiðar komið einn síns liðs; hann þurfti að fá hóp manna í lið með sér. Tókst honum að ná saman hér um bil tvö hundruð leikmönnum úr ýms- um kirkjudeildum í borginni. Þeir bundu félag með sér, kölluðu flokkinn “Stofnana-nefnd kirknaráðsins í Louisville” og tókust á hendur að bæta ástandið í stofnunum ríkisins. Að þeim umbótum hafa þeir unnið síðan, og tekist mæta vel; hafa nú komið ákaflega mörgu í lag á því sviði, bæði í borginni Louisville og um gjörvalt ríkið. Félagið forðast þær aðferðir margar, sem umbótamenn fylgja venjulega; fer ekki með hávaða; sneiðir hjá flokka-pólitík; hleypur ekki í Tvö hundruð menn í Louisville Eftir séra G. Guttormsson

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.