Sameiningin - 01.11.1947, Síða 9
S A M K 1 N 1 N U 1 N
165
blöðin með sakargiftir og heimtar ekki að forstöðumenn
verði settir frá eða starfsfólk rekið úr vinnu, þótt eitthvað
hafi farið aflaga. Fer heldur með vinsemd að þeim sem eiga
í hlut; reynir að ná trausti þeirra; býður þeim aðstoð. Þessi
aðferðin hefir langoftast komið að góðum notum. Hlutaðeig-
endum hafa venjulega tekið þeim félögum vel, greitt fyrir
þeim og gjört sér far um að koma ráðum þeirra í framkvæmd.
Og þær umbætur sem gjörðar eru þakka félagsmenn sjálfum
sér sem allra minst, en gefa heiðurinn forstöðumönnum og
vinnufólki í hverri stofnun. Umbætur allar verða tryggari,
ef gjörðar eru með góðum hug.
Ágætt dæmi um aðferðir þessa félags er tilhreinsun sú,
sem gjöðr var í fangelsinu í Jefferson County. Flestum var
meira og minna kunnugt um ástandið í þeim gamla hjalli,
en enginn hafði tekið sér fram um að ráða bót á þeim ólestri.
Loksins bauð fangavörður félaginu að láta nefnd úr sín-
um hópi, gista þar næturlangt. Boðið var þegið. Nefndar-
menn voru til skiftis, tveir og tveir á verði í fangelsinu frá
miðnætti á laugardag til mánudagsmorguns, og gáðu vel að
öllu sem fram fór.
Ástandið var hörmulegt; húsakynnin ill og óheilnæm og
aðbúð öll eftir því; óknyttir alls konar höfðu viðgengist þar
um langan aldur mótstöðulítið; en viðleitni sama sem eng-
in í þá átt að veita föngunum viðreisn eða vísa þeim til betri
vegar. —
Nefndin leitaði ráða hjá sérfræðingum, sem boðið höfðu
hjálp; lagði svo fram all-margar tillögur til umbóta; var
síðan röggsamlega hreinsað til í þessum forna dvalarstað.
Vera má að fleira en athafnir félagsins hafi komið þar til
greina; en eftir að nefndarmenn hófu rannsókn sína, komu
ný rúmstæði og nýjar sængur í hvern klefa; fangelsið fékk
góðan forða af nýjum bókum og tímaritum; föng voru gefin
á íþróttum og nokkurri skemtun, og vistmönnum séð fyrir
þokkalegum fatnaði og hjálpað til að ná í atvinnu, þegar
þeir hlutu lausn.
Nefndin er nú að gangast fyrir því, að stofnuð verði fanga-
vist úti á landi og látin koma í staðinn fyrir gamlan “leti-
garð”. Hún hefir útvegað ríkisfangelsinu nýjan fangaprest,
séræfðan til þess verks og óháðan allri klíkupólitík.
í æskulýðsmálum hefir félagið aðra nefnd að verki. Hún
kynti sér verstu “glæpasvæðin” á borgaruppdrætti lögregl-
unnar og sá að eitt svæðið var allra verst. Það var tíu “blokk-