Sameiningin - 01.11.1947, Blaðsíða 10
166
Sameiningin
ir” á hvern veg, en þaðan höfðu komið lang-flestir af ungl-
ingum þeim, sem sekir urðu um lagabrot í borginni. Hjálp-
ræðisherinn hafði haft þar samkomustað fyrir unglinga, en
orðið að hætta við sakir fjárskorts. Börnin höfðu þar ekkert
leiksvæði nema strætin. Nefndin tók til starfa í þessu borgar-
hverfi. Skóla nokkurn, lítið notaðan, fékk hún leigðan af
söfnuði þar í grend, fyrir dollar á ári. Hún gjörði húsið not-
hæft, safnaði tækjum til leiks og íþrótta, en Hjálpræðisher-
inn fékk mann til umsjónar. Drengjaflokkur með yfir fimm
hundruð meðlimum var bráðlega tekinn til starfa í þessu
nágrenni, en barnaglæpir tókust af á þeim slóðum hér um
bil algjörlega. í átta mánuði og betur til hefir nú enginn pilt-
ur þaðan verið kærður um lagabrot.
Félagið hefir nú tólf nefndir starfandi. Ein þeirra fæst við
heilbrigðismál. Hún gengst meðal annars fyrir nýrri og betri
meðferð á geðveiku fólki, sem nú er í vitfirringastofnun rík-
isins; mælir með nánari athugun þeirra sjúklinga og heldur
því fram að einn fjórði hluti þess fólks sem sent er á vit-
firringahæli, ætti miklu heldur að vera sent á heilsuhæli eða
sjúkrahús. —
Önnur nefnd annast fólk á gamalmannaheimilum, sér vist-
mönnum fyrir sunnudagaskólakennslu og söngskemtunum;
veitir þeim fréttablöð og bækur; hugar eftir ástæðum fyrir
aðsókn gamals fólks að þessum heimilum. Aðrar nefndir
safna blöðum, bókum og tímaritum fyrir ýmsar ríkisstofn-
anir; gangast fyrir viðreisn manna sem leystir hafa verið úr
fangelsi; vinna að umbótum á kviðdómakerfi ríkisins; og
ýms önnur járn hafa þeir félagar í eldinum.
Auk þessara sérstöku umbóta hefir félagið komið tvennu
til leiðar sem mikilvægt er. Það hefir fengið leikmönnum
kristileg efni til meðferðar og sýnt þeim vegi til framkvæmd-
anna, og í öðru lagi aukið samhug og samvinnu meðal fólks
úr ýmsum kirkjudeildum. Hvorttveggja mætir djúpri þörf
í kristni vorra tíma.
Skilyrði fyrir inngöngu í þennan félagsskap eru ekki sér-
lega ströng eða margbrotin. Liðsmenn undirgangast að biðja
fyrir komu guðs ríkis tíu sinnum á dag; að hugsa daglega
um ráð og framkvæmdir í þeim efnum og lesa biblíukafla
þar að lútandi; að bera umhyggju fyrir vistfólki á stofnun-
um ríkisins eins og það væru systkini sjálfra þeirra; að sýna
starfsfólki og embættismönnum þeirra stofnana fulla samúð
og nærgætni, minnast erfiðleikanna sem þar liggja fyrir og