Sameiningin - 01.11.1947, Page 11
Sambininqin
167
vinna umbótastarfið í þeim anda. Ennfremur að sækja vel
fundi félagsins og gefa sig sérstaklega við einhverju vissu
verkefni.
Aðalmarkmið félagsins, segir George Stoll, er ekki það að
koma til leiðar þessum umbótum, svo nauðsynlegar sem þær
eru, heldur hitt að veita leikmönnum hvöt og leiðarvísi til
kristilegrar samvinnu. Hann telur kirkjunni vel fært með
sameinuðum kröftum að vinna margt stórvirkið, sem þær
geti með naumindum fengist við, eða þá alls ekki, hver í
sínu lagi. Margir leikmenn taka fegins hendi við slíkum
stórmálum, segir hann — málum, sem liggja út yfir flokka-
bönd öll og skilrúm í sýnilegri kirkju, en hafa gjörvalla
kristni Guðs að verksviði.
Ekki verður annað sagt, en að þeir tvö hundruð félagar í
Louisville hafi rekið góðan botn í ræðu prestsins, þá sem
áður var um getið. Hann átti líklega upptökin, eða lagði
fram sterka hvatningu að minnsta kosti. En þeir önnuðust
ráð og framkvædir. G. G.
Úr Imilaiion of
Chrisi efiir Thomas
á Kempis.
Þegar maður á samleið með Kristi gengur alt að óskum,
og ekkert er torvelt, en án hans er alt bundið örðugleikum.
Þegar rödd hans nær ekki til hjartans, hafa önnur hugg-
unarorð lítið gildi. Eitt orð af vörum Krists flytur mikla
huggun.
Stóð ekki María Magdalena upp tafarlaust í sorg sinni,
þegar Marta systir hennar sagði við hana: “Meistarinn er
hér og vill finna þig”.
Það er mikil og fagnaðarrík stund þegar Kristur kallar
menn frá ofurþunga sorgarinnar til andlegs fagnaðar.
Hve hart og strembið er hugarfar þitt án hans. Það er fá-
vísi og hégómlegheit að girnast nokkuð annað en Krist.
Er það ekki skaðlegra en þótt maður missi allan heiminn?
Hvaða arð fær veröldin flutt þér án hans?
Án Krists er lífið þungbært fordæmingar ástand; í sam-
fylgd með honum er lífið fagnaðarríkt sælu-ásigkomulag.
Dagleg umgengni
með Kristi
Pýtt af séra S. S. Christophersyni