Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1947, Síða 13

Sameiningin - 01.11.1947, Síða 13
Sameiningin 169 ástands að geta hafnað öllu veraldlegu, svo að þú megir verða innilega sameinaður með honum einum. Þegar náð og miskunn Guðs tekur sér bústað í sálu manns, vex honum þróttur til að framkvæma alla hluti, en þegar maður missir af gæzku Guðs, verður honum alt um megn, svo að lífið verður þungbær þjáning. Þýtt, S. S. C. Er forseti kirkju- félagsins mæltist til þess að ég flytti kirkjuþingserindi um þetta efni, svaraði ég því til, að hann væri ekki heppinn í vali, að aðrir prestar í félagsskap vor- um væru betur til þess fallnir að leysa þetta verk af hendi, en ég benti jafnvel á þá. Eg var ungur drengur, þegar ísland hvarf mér sjónum, og aldrei hefir mér auðnast að sjá það síðan. Þeir, sem komu þaðan fulltíða menn, hefðu getað gjört þessu málefni miklu betri skil en ég. Að vísu mætti virðast, að ég hefði átt að leggja meiri stund á það að styrkja og efla samband mitt við ísland og kirkju þess, en raun hefir á orðið. Ekki er það ólíklegt, að sumir bendi á fleiri ára veru mína hjá séra Jóni Bjarnasyni og samband mitt við hann og hæfileika hans, sem fulla ástæðu þess, að ég hefði vel getað varðveitt þetta samband við móðurkirkj- una. En þegar menn hafa talað sterkasta orðið um þessa hlið málsins, verður mér ekki annað að orði en það, að ég kannast við þessa takmörkun hjá mér, sem eina af mörgum yfirsjónum mínum. Það er engin afsökun þó ég segi, að starfslífi mínu, frá því ég var ungur maður, hefir verið svo farið, að mér hefir aldrei verið unt að ljúka verki mínu, að altaf hefir verið meira, sem krafðist orku minnar en það, sem mér auðnaðist að koma í framkvæmd, og er þetta jáining en ekki málsbót. Hvers vegna varð ég þá við bón Dr. Haraldar? Eftir því sem ég bezt fæ vitað, er það vegna þess, að hann bað mig. Þegar ég nú leitast við að inna af hendi það, sem mælst var til, gjöri ég eina kröfu til sjálfs mín, og hún er sú, að ég leitist við að segja sannleikann án þess að ætlast til ávinn- ings fyrir sjálfan mig, að því viðbættu, að ég vildi gjarna Hugsað heim til íslenzku þjóðkirkjunnar Eftir séra Riínólf Marteinsson

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.