Sameiningin - 01.11.1931, Page 7
325
ing, ef hann stæði ekki i merku tímariti, sem ber óljúgfróða menn
fyrir sögu sinni.
En nú er ekki sólarsagan búin með þessu. Þegar litiS er yfir
hundrað Ameríkumenn á almanna færi, þá er að vísu engin dýfl-
issubúi staddur þar, sennilega; en hitt er mjög ósennilegt að þar
sé enginn maður jafnsekur einhverjum fanganum. Bandaríkja-
þjóðin er að maklegleikum frægari fyrir margt annað, heldur en
fyrir röggsemd í viðureign sinni við lögbrjóta. I.íklega verða fáir
til að neita því—ef þeir þekkja nokkuð verulega til hérlends þjóð-
lífs—að á móti hverjum einstökum, sem dæmdur er og fangelsaður
fyrir einhverja sök, muni að minsta kosti einn maður leika lausum
hala jafnsekur honum, ef ekki verri. Sá sorglegi sannleikur er
nokkurn veginn augljós. Af hverju hundraði landsbúa munu þá
vera tveir menn sekir, svo að fangelsi varðar, annar í haldi, en
hinn laus. Svo geipileg eru þau hlutföll!
Ekki skal nokkuð fullyrt um það hér, hvort ástandið sé betra
norðan við landamærin. En yfirvöldin eru talin í sumum greinum
all-mikið röggsamari þar, og borgirnar eru ekki eins gífurlega fjöl-
mennar, eins og þær stærstu sunnan línunnar. IlVorttveggja mun
að einhverju leyti draga úr lögbrotamergðinni. En þessi orð eru
ekki rituð í þeim tilgangi, beinlínis, að gefa nákvæmar skýrslur
yfir stórglæpi. Hér er annað á ferðum ennþá alvarlegra, heldur
en lögbrotaf jöldinn, svo óskaplegur sem hann þó er. Sá illi á-
vöxtur er auðvitað ekki runninn frá góðri rót. Þegar höndin er
gjörn á óhæfuverk, þá er eitthvað rangt við hjartað. Það hlýtur
að vera eitthvað meira en lítið rangt við andlegt líf þjóðarinnar,
þegar svona mörg af börnum hennar verða óhappamenn. Ef verk-
sekir menn nema tveimur af hundraði, hversu margir munu þá
þeir vera, sem i fylgsnum hjartans eru ekki lifandi vitund betri
en hinir bersyndugu?—Menxr, sem eru alveg eins eigingjarnir, eins
í'anglátir í hugsun, eins nærsýnir andlega eins og hávaðinn af lög-
brjótaliðinu, þótt þeir hafi annaðhvort af ragmensku eða með
kænskuráðum haldið sér innan við vébönd laganiia. Enginn veit
um þann hóp, hve fjölmennur hann er, eða hvort hann minkar
nokkuð við það, þótt lögleysið sé bælt niður með harðri hendi. En
þetta eru alt ávextir af sömu rót, hvort sem óhæfan verður að
verki eða kafnar í óskinni. Rótin liggur auðvitað í gölluðu þjóð-
lífi, sýktum aldaranda. Og líklega er ekki fólkið norðan landa-
mæra svo miklu betur komið í því efni, að ekki niiegi hafa báðar
þjóðirnar í huga, þegar skygnst er eftir lækningunni.
Hér er þá á ferðum alvörumál mikið, sem kristnir menn í álfu