Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1931, Side 9

Sameiningin - 01.11.1931, Side 9
327 fram alt, að kostað væri kapps um að láta sjálfan heimilisbraginn §ýna þeim dags daglega fegurð og ágæti kristins lífs. Segjum að ]?að kostaði talsverða fyrirhöfn og sjálfsafneitun að gjöra þetta. En er það ekki vel tilvinnandi—þó' maður nefni ekki sáluhjálp eða glötun—ef hægt er með þessu rnóti að hæta til stórra muna úr einhverju allra versta böli þjóðar vorrar á yfirstandandi tíð? Enginn má þó skilja þessi orð á þann veg, að hér sé verið að kasta þungum steini að nokkrum föður eða nokkurri rnóður, sem ef til vill hefir borið þungan harm út af óhöppum barna sinna. Langt frá. Heimilisáhrifin eru dýrmæt og afar mikilvæg, en þó nær það engri átt, að sérstöku heimili hljóti ávalt að vera um að kenna, ef illa fer. Fjölskyldan er ekkert fullveldi lengur, ekki heimur út af fyrir sig. Börnin komast snemma undir annarleg áhrif utan heimilis, á leikvellinum, á strætunum, í skólanum. Þar kemur umheimur og aldarháttur til sögunnar, og áhrif frá öSrum heimilum. Svo að þegar talað er um áhrif barnauppeldisins í for- eldrahúsum, þá má enginn lnugsa sér aö eitt og eitt heimili geti spornað svo við aldarhættinum, að tryggilegt sé um árangurinn. Heimilin þurfa að taka sig saman, mörg í einu. kristnir söfnuðir, heil mannfélög, að glæða trúareldinn á arni hverrar fjölskyldu, svo að börnin lifi undir samskonar áhrifum í kristilegu tilliti bæði utan húss og innan sem allra lengst. Verði það gjört sem víðast og sem trúlegast í nálægri íramtíð, þá er um leið ágæt trvgging fyrir þvi, að afbrotamanna talan verði langt innan við tvo af hundraði, þegar næsta kvnslóð er tekin við forráðum í landinu. G. G. Fangarnir og kristin Viðtal við Lazves fangastjóra. Betrunarhúsið Sing Sing í bænum Ossining í New York riki mun vera einhver hin nafnkunnasta stofnun þeirrar tegundar á meginlandi þessu, ef ekki í öllum heimi. Nafntogaðir menn hafa verið þar fangelsisstjórar. Sá, sem nú ræður húsum þar, heitir Lewis E. Lawes, maður vel látinn, réttsýnn og mildur í lund, að sagt er. Hann hefir gjört sér rnikið far um að bæta kjör fang- anna með ýrnsu móti, og munu sumir telja þá viðleitni nokkuð um skör fram. En Lawes segir að sig langi til að gjöra úr dýflissunni samastað ekki verri en það, að menn þori að vænta þar viðreisnar.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.